Þroskaðri evruumræða Þórlindur Kjartansson skrifar 18. júlí 2008 06:00 Fulltrúar atvinnulífsins hafa brugðist vel við hugmyndum um breytingar á fyrirkomulagi gjaldeyrismála sem ræddar hafa verið á síðustu dögum og byggjast á aukinni tengingu við evru án aðildar að Evrópusambandinu. Þetta kemur ekki á óvart enda er það fyrst og fremst, og nánast eingöngu, óánægja með gjaldmiðilinn sem hefur valdið auknum áhuga á aðild. Þetta er ekki skrýtið í ljósi þess að umræðan hefur lengi takmarkast af þeirri hugsun að eini valkosturinn við núverandi fyrirkomulag sé aðild að Evrópusambandinu. Margir þeir, sem hvað sannfærðastir eru um að Evrópusambandsaðild sé betri kostur fyrir Íslendinga en núverandi staða, hafa brugðist nokkuð illa við þessari umræðu. Vísað er til orða embættismanna hvað þetta varðar en ekkert haldbetra heldur en almenn tilfinning er haft fyrir yfirlýsingunum. Varasamt er að taka slíkar almennar yfirlýsingar hátíðlega, enda er það ekki ráðinna starfsmanna Evrópusambandsins í Brussel að skera úr um pólitísk álitamál heldur fellur það í hlut lýðræðislega kjörinna forystumanna aðildarríkjanna. Eins er mikilvægt fyrir áframhald þessarar umræðu að sem flestir átti sig vel á því sem í þeim felst. Um er að ræða flókin og vandmeðfarin mál og því er ekki óeðlilegt að það taki tíma fyrir þátttakendur í umræðunni að átta sig fyllilega á því hvað í þeim felst. Mikilvægt er að átta sig á því að í raun er verið að ræða tvær leiðir. Önnur leiðin er sú að semja við Evrópusambandið um að Ísland taki upp evruna. Hin leiðin er sú að samið verði um fastbindingu krónunnar við evruna með sérstöku samkomulagi. Hvorug þessara leiða er einhliða upptaka. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir samstarfi við Evrópusambandið. Bent hefur verið á að nú þegar hafi nokkur ríki, sem hafa mikil og náin tengsl við Evrópusambandið, tekið upp evru. Þetta gildir einnig um Ísland. Þátttaka Íslands á innra markaði Evrópu gerir það að verkum að Evrópusambandið væri ekki að gefa almennt fordæmi fyrir ESB-lausri evruvæðingu með því að semja við Ísland. Annað sem hafa þarf í huga er að staða krónunnar nú er líklega fyrst og fremst afleiðing af því að íslenska hagkerfið er orðið miklu stærra heldur en gjaldmiðillinn. Þeir kraftar sem verka á krónuna eru alþjóðlegir. Ennfremur hafa áhrif peningamálastjórnarinnar minnkað innanlands. Afsal á peningamálastjórn hefur því að einhverju leyti gerst sjálfkrafa með aukinni alþjóðavæðingu. Í þessu ljósi, og með reynslu undanfarinna ára í huga, þurfa stjórnvöld að endurmeta peningamálastefnuna. Slík endurskoðun verður ekki umflúin og óþarfi er að óttast hana. Aðildarsinnaður leiðarahöfundur Morgunblaðsins lýsti því að það sé „áhættusamt“ að láta reyna á það hvort vilji sé fyrir samningi við Ísland um gjaldmiðlamál. Þar segir að slíkar þreifingar yrðu túlkaðar þannig að íslensk stjórnvöld hefðu misst trú á gjaldmiðlinum. Þessi málflutningur heldur ekki vatni því nákvæmlega sama gildir ef sótt er um aðild að Evrópusambandinu. Slíkt gæti allt eins verið túlkað þannig að stjórnvöld hefðu gefist upp á krónunni og enn stæði eftir sá möguleiki að Íslendingar hafni aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er því alveg sama hvaða leið er farin við breytingar á fyrirkomulagi peningamála; því kann að fylgja einhver áhætta. Þær tvær leiðir til evrutengingar sem nú eru í umræðunni ættu að vera fagnaðarefni fyrir alla þá sem trúa því að traust alþjóðlegt samstarf sé forsenda fyrir áframhaldandi velmegun. Þess vegna er mikilvægt að umræðan um þær fái að þroskast eðlilega. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Fulltrúar atvinnulífsins hafa brugðist vel við hugmyndum um breytingar á fyrirkomulagi gjaldeyrismála sem ræddar hafa verið á síðustu dögum og byggjast á aukinni tengingu við evru án aðildar að Evrópusambandinu. Þetta kemur ekki á óvart enda er það fyrst og fremst, og nánast eingöngu, óánægja með gjaldmiðilinn sem hefur valdið auknum áhuga á aðild. Þetta er ekki skrýtið í ljósi þess að umræðan hefur lengi takmarkast af þeirri hugsun að eini valkosturinn við núverandi fyrirkomulag sé aðild að Evrópusambandinu. Margir þeir, sem hvað sannfærðastir eru um að Evrópusambandsaðild sé betri kostur fyrir Íslendinga en núverandi staða, hafa brugðist nokkuð illa við þessari umræðu. Vísað er til orða embættismanna hvað þetta varðar en ekkert haldbetra heldur en almenn tilfinning er haft fyrir yfirlýsingunum. Varasamt er að taka slíkar almennar yfirlýsingar hátíðlega, enda er það ekki ráðinna starfsmanna Evrópusambandsins í Brussel að skera úr um pólitísk álitamál heldur fellur það í hlut lýðræðislega kjörinna forystumanna aðildarríkjanna. Eins er mikilvægt fyrir áframhald þessarar umræðu að sem flestir átti sig vel á því sem í þeim felst. Um er að ræða flókin og vandmeðfarin mál og því er ekki óeðlilegt að það taki tíma fyrir þátttakendur í umræðunni að átta sig fyllilega á því hvað í þeim felst. Mikilvægt er að átta sig á því að í raun er verið að ræða tvær leiðir. Önnur leiðin er sú að semja við Evrópusambandið um að Ísland taki upp evruna. Hin leiðin er sú að samið verði um fastbindingu krónunnar við evruna með sérstöku samkomulagi. Hvorug þessara leiða er einhliða upptaka. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir samstarfi við Evrópusambandið. Bent hefur verið á að nú þegar hafi nokkur ríki, sem hafa mikil og náin tengsl við Evrópusambandið, tekið upp evru. Þetta gildir einnig um Ísland. Þátttaka Íslands á innra markaði Evrópu gerir það að verkum að Evrópusambandið væri ekki að gefa almennt fordæmi fyrir ESB-lausri evruvæðingu með því að semja við Ísland. Annað sem hafa þarf í huga er að staða krónunnar nú er líklega fyrst og fremst afleiðing af því að íslenska hagkerfið er orðið miklu stærra heldur en gjaldmiðillinn. Þeir kraftar sem verka á krónuna eru alþjóðlegir. Ennfremur hafa áhrif peningamálastjórnarinnar minnkað innanlands. Afsal á peningamálastjórn hefur því að einhverju leyti gerst sjálfkrafa með aukinni alþjóðavæðingu. Í þessu ljósi, og með reynslu undanfarinna ára í huga, þurfa stjórnvöld að endurmeta peningamálastefnuna. Slík endurskoðun verður ekki umflúin og óþarfi er að óttast hana. Aðildarsinnaður leiðarahöfundur Morgunblaðsins lýsti því að það sé „áhættusamt“ að láta reyna á það hvort vilji sé fyrir samningi við Ísland um gjaldmiðlamál. Þar segir að slíkar þreifingar yrðu túlkaðar þannig að íslensk stjórnvöld hefðu misst trú á gjaldmiðlinum. Þessi málflutningur heldur ekki vatni því nákvæmlega sama gildir ef sótt er um aðild að Evrópusambandinu. Slíkt gæti allt eins verið túlkað þannig að stjórnvöld hefðu gefist upp á krónunni og enn stæði eftir sá möguleiki að Íslendingar hafni aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er því alveg sama hvaða leið er farin við breytingar á fyrirkomulagi peningamála; því kann að fylgja einhver áhætta. Þær tvær leiðir til evrutengingar sem nú eru í umræðunni ættu að vera fagnaðarefni fyrir alla þá sem trúa því að traust alþjóðlegt samstarf sé forsenda fyrir áframhaldandi velmegun. Þess vegna er mikilvægt að umræðan um þær fái að þroskast eðlilega. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun