Serbarnir Ana Ivanovic og Jelena Jankovic komust í morgun áfram í fjórðungsúrslit í einliðaleik kvenna á opna franska meistaramótinu í tennis.
Ivanovic er í öðru sæti á styrkleikalista mótsins og Jankovic í þriðja sæti. Þær eiga því engan möguleika á að mætast í úrslitaleik mótsins en gætu hins vegar mæst í undanúrslitunum.
Ivanovic komst í úrslitin í fyrra en tapaði þá fyrir Justine Henin sem nú hefur lagt spaðann á hilluna. Hún vann afar léttan sigur á Tékkanum Petra Cetkovska, 6-0 og 6-0.
Jankovic vann í dag sigur á Agnieszka Radwanska frá Póllandi, 6-3 og 7-6.
16-manna úrslitin klárast í dag og á morgun.
PSG
Manchester City