Efnahagskreppan í einföldu máli Óli Tynes skrifar 17. september 2008 15:08 Örvænting á bandarískum fjármálamarkaði. MYND/AP Í stuttu máli er kreppan sem nú hrjáir heimsbyggðina til komin vegna undirmálslána í Bandaríkjunum. Undirmálslán eru húsnæðislán til fólks með þröngan efnahag. Til þess að fjármagna lánin og dreifa áhættunni eru þau seld í formi skuldbindinga til annarra banka og fjárfesta um allan heim. Þessi aðferð hefur verið notuð í fimmtíu ár. Skiluðu húsunum Vandræðin með undirmálslánin komu fyrst fram vorið 2007 þegar bandarískir lánþegar lentu í erfiðleikum með að borga afborganir og vexti af lánum sínum. Til þess að losna úr klípunni tóku menn þann einfalda kost að skila húsum sínum til bankanna. Samtímis féll fasteignaverð á bandaríska markaðinum. Lausafjárkreppa um allan heim Þegar bandarísku undirmálslánin byrjuðu að falla fyrir alvöru urðu skuldbindingarnar sem voru gefnar með íbúðalán að veði gersamlega verðlausar. Þar sem skuldbindingarnar höfðu verið seldar til fjárfesta um allan heim varð alþjóðleg lausafjárkreppa. Stórir bankar sem sátu uppi með verðlausar skuldbindingar urðu að afskrifa þær. Og þar sem enginn hafði yfirlit yfir þá banka sem áttu þessar skuldbindingar varð fjármálamarkaðurinn tortrygginn við lánveitingar. Það leiddi til þess að lán urðu dýrari og erfiðara að fjármagna stór verkefni. Hús urðu óseljanleg Bandaríski húsnæðismarkaðurinn varð yfirfullur af húsum til sölu og eftirspurn eftir nýbyggingum minnkaði stórlega. Þarmeð var bandaríski byggingaiðnaðurinn kominn í mikinn vanda. Það sama átti við um verslanakeðjur sem seldu „gerðu það sjálfur" vörur, það er að segja byggingavöruverslanir eins og Home Depot. Kaupmáttur snarminnkaði á skömmum tíma í Bandaríkjunum sem hamlaði hagvexti. Samtímis varð niðursveifla á verðbréfamörkuðum í næstum heilt ár. Brostnar vonir Þótt margir alþjóðlegir bankar hafi þurft að afskrifa milljarða dollara héldu margir vorið 2008 að það versta væri afstaðið. Það gekk aldeilis ekki eftir. Þann 14. mars skýrði fjárfestingabankinn Bear Sterns frá því að hann ætti í alvarlegum vandræðum. JP Morgan Chase yfirtók bankann með góðri hjálp ríkissjóðs Bandaríkjanna. Síðastliðið vor og í sumar hefur lausafjárkreppan versnað til muna. Í byrjun þessa mánaðar gerðist það sem enginn hélt að gæti gerst þegar ríkissjóður yfirtók íbúðalánarisana Freddie Mac og Fannie Mae. Bankarnir áttu samanlagt útistandandi lán upp á 5000 milljarða dollara. Gjaldþrot þeirra var talið ógn við allt fjármálakerfi landsins. Féllu eins og dómínókubbar Þann 15. september sótti bankinn Lehman Brothers um vernd gegn gjaldþroti og Bank of America keypti fjárfestingabankann Merrill Lynch. Á aðeins hálfu ári urðu þrír af fimm stærstu fjárfestingabönkum Bandaríkjanna gjaldþrota eða voru seldir. Og aðfararnótt 17. september bjargaði Bandaríski seðlabankinn stærsta tryggingafélagi heims, AIG. Ríkisstjórnin gaf grænt ljós á þá björgun til þess að hindra risagjaldþrot sem hefði getað leitt til skelfingar á fjármálamörkuðum um allan heim. Allt þetta ferli hefur haft gríðarleg áhrif um allan heim. Líka á litla Íslandi. (Heimildir: Atenposten, Reuters, AP) Erlent Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Í stuttu máli er kreppan sem nú hrjáir heimsbyggðina til komin vegna undirmálslána í Bandaríkjunum. Undirmálslán eru húsnæðislán til fólks með þröngan efnahag. Til þess að fjármagna lánin og dreifa áhættunni eru þau seld í formi skuldbindinga til annarra banka og fjárfesta um allan heim. Þessi aðferð hefur verið notuð í fimmtíu ár. Skiluðu húsunum Vandræðin með undirmálslánin komu fyrst fram vorið 2007 þegar bandarískir lánþegar lentu í erfiðleikum með að borga afborganir og vexti af lánum sínum. Til þess að losna úr klípunni tóku menn þann einfalda kost að skila húsum sínum til bankanna. Samtímis féll fasteignaverð á bandaríska markaðinum. Lausafjárkreppa um allan heim Þegar bandarísku undirmálslánin byrjuðu að falla fyrir alvöru urðu skuldbindingarnar sem voru gefnar með íbúðalán að veði gersamlega verðlausar. Þar sem skuldbindingarnar höfðu verið seldar til fjárfesta um allan heim varð alþjóðleg lausafjárkreppa. Stórir bankar sem sátu uppi með verðlausar skuldbindingar urðu að afskrifa þær. Og þar sem enginn hafði yfirlit yfir þá banka sem áttu þessar skuldbindingar varð fjármálamarkaðurinn tortrygginn við lánveitingar. Það leiddi til þess að lán urðu dýrari og erfiðara að fjármagna stór verkefni. Hús urðu óseljanleg Bandaríski húsnæðismarkaðurinn varð yfirfullur af húsum til sölu og eftirspurn eftir nýbyggingum minnkaði stórlega. Þarmeð var bandaríski byggingaiðnaðurinn kominn í mikinn vanda. Það sama átti við um verslanakeðjur sem seldu „gerðu það sjálfur" vörur, það er að segja byggingavöruverslanir eins og Home Depot. Kaupmáttur snarminnkaði á skömmum tíma í Bandaríkjunum sem hamlaði hagvexti. Samtímis varð niðursveifla á verðbréfamörkuðum í næstum heilt ár. Brostnar vonir Þótt margir alþjóðlegir bankar hafi þurft að afskrifa milljarða dollara héldu margir vorið 2008 að það versta væri afstaðið. Það gekk aldeilis ekki eftir. Þann 14. mars skýrði fjárfestingabankinn Bear Sterns frá því að hann ætti í alvarlegum vandræðum. JP Morgan Chase yfirtók bankann með góðri hjálp ríkissjóðs Bandaríkjanna. Síðastliðið vor og í sumar hefur lausafjárkreppan versnað til muna. Í byrjun þessa mánaðar gerðist það sem enginn hélt að gæti gerst þegar ríkissjóður yfirtók íbúðalánarisana Freddie Mac og Fannie Mae. Bankarnir áttu samanlagt útistandandi lán upp á 5000 milljarða dollara. Gjaldþrot þeirra var talið ógn við allt fjármálakerfi landsins. Féllu eins og dómínókubbar Þann 15. september sótti bankinn Lehman Brothers um vernd gegn gjaldþroti og Bank of America keypti fjárfestingabankann Merrill Lynch. Á aðeins hálfu ári urðu þrír af fimm stærstu fjárfestingabönkum Bandaríkjanna gjaldþrota eða voru seldir. Og aðfararnótt 17. september bjargaði Bandaríski seðlabankinn stærsta tryggingafélagi heims, AIG. Ríkisstjórnin gaf grænt ljós á þá björgun til þess að hindra risagjaldþrot sem hefði getað leitt til skelfingar á fjármálamörkuðum um allan heim. Allt þetta ferli hefur haft gríðarleg áhrif um allan heim. Líka á litla Íslandi. (Heimildir: Atenposten, Reuters, AP)
Erlent Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira