Góð uppgjör keyrðu hlutabréfin upp 18. apríl 2008 20:04 Gott uppgjör bandaríska netleitarrisans Google og sæmilegt uppgjör Citigroup, stærsta banka Bandaríkjanna, ollu hækkanahrinu á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjárfestar telja að í uppgjörunum endurspeglist að nú sjái fyrir endann á lausafjárkrísunni. Hagnaður Google jókst um 30 prósent á fyrsta ársfjórðungi sem var þvert á spár en Citigroup afskrifaði helmingi upphæð úr efnahagsreikningi sínum en á síðasta fjórðungi í fyrra. Afskriftir á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og af öðrum fjárfestingum námu 5,1 milljarði dala, jafnvirði tæpra 388 milljarða íslenskra króna. Afskriftir á síðasta ársfjórðungi í fyrra námu tíu milljörðum dala. Gengi hlutabréfa í Citigroup hækkaði um 4,5 prósent innan veggja fjármálahverfisins Wall Street í New York í dag en bréf Google ruku upp um rúm 20 prósent. Vikan var almennt ágæt, að mati fjármálasérfræðinga í samtali við fréttastofu Associated Press. Vitna þeir til þess að uppgjör Coke-Cola, íhlutarisans Intel og bandaríska fjárfestingarbankans JP Morgan, sem birt voru í vikunni, hafi öll verið yfir væntingum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,81 prósent en Nasdaq-vísitalan, sem samanstendur af skráðum fyrirtækjum í tæknigeiranum, hækkaði um heil 2,61 prósent. Þá hækkaði S&P 500-vísitalan, sem samanstendur af 500 stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, um 1,81 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gott uppgjör bandaríska netleitarrisans Google og sæmilegt uppgjör Citigroup, stærsta banka Bandaríkjanna, ollu hækkanahrinu á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjárfestar telja að í uppgjörunum endurspeglist að nú sjái fyrir endann á lausafjárkrísunni. Hagnaður Google jókst um 30 prósent á fyrsta ársfjórðungi sem var þvert á spár en Citigroup afskrifaði helmingi upphæð úr efnahagsreikningi sínum en á síðasta fjórðungi í fyrra. Afskriftir á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og af öðrum fjárfestingum námu 5,1 milljarði dala, jafnvirði tæpra 388 milljarða íslenskra króna. Afskriftir á síðasta ársfjórðungi í fyrra námu tíu milljörðum dala. Gengi hlutabréfa í Citigroup hækkaði um 4,5 prósent innan veggja fjármálahverfisins Wall Street í New York í dag en bréf Google ruku upp um rúm 20 prósent. Vikan var almennt ágæt, að mati fjármálasérfræðinga í samtali við fréttastofu Associated Press. Vitna þeir til þess að uppgjör Coke-Cola, íhlutarisans Intel og bandaríska fjárfestingarbankans JP Morgan, sem birt voru í vikunni, hafi öll verið yfir væntingum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,81 prósent en Nasdaq-vísitalan, sem samanstendur af skráðum fyrirtækjum í tæknigeiranum, hækkaði um heil 2,61 prósent. Þá hækkaði S&P 500-vísitalan, sem samanstendur af 500 stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, um 1,81 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira