Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um 0,29 prósent það sem af er dags og stendur gengisvísitalan í 158,2 stigum. Hún veiktist um 0,1 prósent í gær eftir nokkra styrkingu framan af degi.
Þessu samkvæmt kostar bandaríkjadalur nú 82,6 krónur, eitt breskt pund 153,4 krónur og ein evra 121,2. Þá kostar ein dönsk króna 16,2 íslenskar.