Innlent

Pólstjörnukarl dæmdur aftur

Landhelgisgæslan á vettvangi í Pólstjörnumálinu.
Landhelgisgæslan á vettvangi í Pólstjörnumálinu.
Bjarni Hrafnkelsson, sem í febrúar hlaut átján mánaða fangelsisdóm fyrir aðild sína að Pólstjörnumálinu svokallaða, hefur verið dæmdur fyrir brot á lögum um eftirlit með skipum, lögum um vaktstöð siglinga og lögum um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna og áhafnalögum.

Bjarni vanrækti að tilkynna um skipið, sem var auk þess vanmannað. Brotið framdi hann í júní í fyrra. Hann játaði það greiðlega en var ekki gerð nein refsing í ljósi þess hversu þungan dóm hann afplánar nú þegar vegna Pólstjörnumálsins. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×