Ábyrgð pólitíkusa Björgvin Guðmundsson skrifar 21. apríl 2008 06:00 Það er mikilvægt að forsætisráðherra sýni ákveðna yfirvegun þegar kemur að spurningum og svörum um íslenskt efnahagslíf. Það hefur hann sýnt undanfarnar vikur. Skilaboð um að undirstöður fjármálakerfisins séu traustar eru mikilvæg. Í ljósi þess vöktu ummæli hans á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins á föstudaginn athygli. Geir H. Haarde sagði að honum hefði fundist á stundum að fjallað væri um íslensk efnahagsmál af nokkurri léttúð og jafnvel skilningsleysi hér heima. Átti hann við staðhæfingar stjórnmálamanna og fjölmiðla um að ekkert væri verið að gera. Hann nefndi enga á nafn í því sambandi. Geir sagði að mikil opinber umræða gæti verið óheppileg, skapað óraunhæfar væntingar og þar með jafnvel haft neikvæð áhrif. Það væri auðvelt að túlka þessi orð þannig að forsætisráðherra væri að gagnrýna framgöngu samráðherra í ríkisstjórn. Vissulega hefur hann farið varlega í yfirlýsingum um aðgerðir Seðlabankans þrátt fyrir að fullyrða um vilja ríkisstjórnarinnar til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. Undir það hefur hinn forystumaður ríkisstjórnarinnar tekið, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, meðal annars í dönskum fjölmiðlum í síðustu viku. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur einnig fullyrt í Viðskiptablaðinu að styrkja ætti gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans umtalsvert. Stjórnarþingmenn hafa tekið undir það. Er Geir H. Haarde að gagnrýna þessi ummæli og segja að þau skapi óraunhæfar væntingar sem geti haft neikvæð áhrif? Það eru ekki bara stjórnmálamenn sem benda á mikilvægi aðgerða heldur einnig bankamenn, sem vissulega hafa hagsmuna að gæta. Forstöðumenn greiningardeilda Kaupþings, Landsbankans og Glitnis hafa bent á að aðgerða sé þörf og að beðið sé úrlausna. Er Geir H. Haarde að gagnrýna framgöngu þeirra? Forsætisráðherra benti á í ræðu sinni að við megum ekki vera óþolinmóð gagnvart lengri boðleiðum og seinvirkari ákvarðanaferlum en við erum vön þegar kemur að úrlausnum. Það er rétt. En hvað tekur langan tíma uppfylla þær væntingar sem stjórnmálamenn hafa sjálfir skapað? Það þýðir ekki að gefa eitthvað í skyn og segja svo að allt taki sinn tíma. Er ástæðan sú, eins og Davíð Oddsson seðlabankastjóri gaf í skyn á stýrivaxtafundi bankastjórnar, að kjörin sem ríkinu bjóðast séu svo slök að bíða verði hagfelldari skilyrða? Eftir digurbarkalegar yfirlýsingar er nauðsynlegt að ríkisstjórnin sjálf leysi úr þeim vanda sem hún hefur komið sér í. Umræðan sem slík er ekki skaðleg heldur aðgerðaleysi stjórnvalda eða máttleysi gagnvart núverandi stöðu. Ragnar H. Guðmundsson, sérfræðingur hjá Askar Capital, setti þennan vanda í samhengi á skilmerkilegan hátt í þættinum Í lok dags á Vísir.is síðasta föstudag. Hann sagði að á meðan óvissa ríkti um lántöku ríkisins, til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar hefðu gefið skýrt í skyn, væri ákveðin biðstaða á lánamarkaði gagnvart íslenskum fjármálafyrirtækjum. Erlendar lánastofnanir væru að bíða eftir því hvaða kjör íslenska ríkið fengi til að geta verðlagt lán til innlendra fjármálafyrirtækja. Á meðan ekkert gerðist væri ákveðin biðstaða á markaðnum. Því fyrr sem þessi kjör væru öllum ljós gætu hjólin farið að snúast aftur. Geir H. Haarde ætti því að líta í eigin barm og til samráðherra sinna þegar hann gagnrýnir umfjöllun um aðgerðir til að bæta núverandi efnahagsástand. Yfirvegun í því sambandi er ekki síður mikilvæg en í almennum umræðum um íslenskt efnahagslíf þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Það er mikilvægt að forsætisráðherra sýni ákveðna yfirvegun þegar kemur að spurningum og svörum um íslenskt efnahagslíf. Það hefur hann sýnt undanfarnar vikur. Skilaboð um að undirstöður fjármálakerfisins séu traustar eru mikilvæg. Í ljósi þess vöktu ummæli hans á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins á föstudaginn athygli. Geir H. Haarde sagði að honum hefði fundist á stundum að fjallað væri um íslensk efnahagsmál af nokkurri léttúð og jafnvel skilningsleysi hér heima. Átti hann við staðhæfingar stjórnmálamanna og fjölmiðla um að ekkert væri verið að gera. Hann nefndi enga á nafn í því sambandi. Geir sagði að mikil opinber umræða gæti verið óheppileg, skapað óraunhæfar væntingar og þar með jafnvel haft neikvæð áhrif. Það væri auðvelt að túlka þessi orð þannig að forsætisráðherra væri að gagnrýna framgöngu samráðherra í ríkisstjórn. Vissulega hefur hann farið varlega í yfirlýsingum um aðgerðir Seðlabankans þrátt fyrir að fullyrða um vilja ríkisstjórnarinnar til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. Undir það hefur hinn forystumaður ríkisstjórnarinnar tekið, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, meðal annars í dönskum fjölmiðlum í síðustu viku. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur einnig fullyrt í Viðskiptablaðinu að styrkja ætti gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans umtalsvert. Stjórnarþingmenn hafa tekið undir það. Er Geir H. Haarde að gagnrýna þessi ummæli og segja að þau skapi óraunhæfar væntingar sem geti haft neikvæð áhrif? Það eru ekki bara stjórnmálamenn sem benda á mikilvægi aðgerða heldur einnig bankamenn, sem vissulega hafa hagsmuna að gæta. Forstöðumenn greiningardeilda Kaupþings, Landsbankans og Glitnis hafa bent á að aðgerða sé þörf og að beðið sé úrlausna. Er Geir H. Haarde að gagnrýna framgöngu þeirra? Forsætisráðherra benti á í ræðu sinni að við megum ekki vera óþolinmóð gagnvart lengri boðleiðum og seinvirkari ákvarðanaferlum en við erum vön þegar kemur að úrlausnum. Það er rétt. En hvað tekur langan tíma uppfylla þær væntingar sem stjórnmálamenn hafa sjálfir skapað? Það þýðir ekki að gefa eitthvað í skyn og segja svo að allt taki sinn tíma. Er ástæðan sú, eins og Davíð Oddsson seðlabankastjóri gaf í skyn á stýrivaxtafundi bankastjórnar, að kjörin sem ríkinu bjóðast séu svo slök að bíða verði hagfelldari skilyrða? Eftir digurbarkalegar yfirlýsingar er nauðsynlegt að ríkisstjórnin sjálf leysi úr þeim vanda sem hún hefur komið sér í. Umræðan sem slík er ekki skaðleg heldur aðgerðaleysi stjórnvalda eða máttleysi gagnvart núverandi stöðu. Ragnar H. Guðmundsson, sérfræðingur hjá Askar Capital, setti þennan vanda í samhengi á skilmerkilegan hátt í þættinum Í lok dags á Vísir.is síðasta föstudag. Hann sagði að á meðan óvissa ríkti um lántöku ríkisins, til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar hefðu gefið skýrt í skyn, væri ákveðin biðstaða á lánamarkaði gagnvart íslenskum fjármálafyrirtækjum. Erlendar lánastofnanir væru að bíða eftir því hvaða kjör íslenska ríkið fengi til að geta verðlagt lán til innlendra fjármálafyrirtækja. Á meðan ekkert gerðist væri ákveðin biðstaða á markaðnum. Því fyrr sem þessi kjör væru öllum ljós gætu hjólin farið að snúast aftur. Geir H. Haarde ætti því að líta í eigin barm og til samráðherra sinna þegar hann gagnrýnir umfjöllun um aðgerðir til að bæta núverandi efnahagsástand. Yfirvegun í því sambandi er ekki síður mikilvæg en í almennum umræðum um íslenskt efnahagslíf þjóðarinnar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun