Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins: Skýrar línur á nýju ári 31. desember 2008 06:00 Þór Sigfússon. Sá efnahagsskellur sem Íslendingar hafa orðið fyrir er af nánast áður óþekktri stærðargráðu í nútímasögunni. Bankakerfið hrundi nánast eins og það lagði sig á einni viku og gengi íslensku krónunnar lækkaði meira en nokkurn gat órað fyrir. Spár gefa til kynna að samdráttur landsframleiðslu verði á bilinu 8-10% á árinu 2009. Þótt Íslendingar séu ýmsu vanir þá verður þetta mesta niðursveifla í efnahagslífinu frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Afleiðingar samdráttarins eru rekstrarerfiðleikar fyrirtækja og vaxandi atvinnuleysi og það er í senn megin áhyggjuefnið og viðfangsefnið á nýju ári. Ég er sannfærður um að ef við tökum rétt á málum á komandi mánuðum getum við sýnt hvers megnugt okkar litla hagkerfi er til að snúa við blaðinu og gert þessa kreppu að móður nýrra tækifæra. Styrkur okkar felst meðal annars í sveigjanleika og viðbragðsflýti sem er hér meiri en í flestum löndum og hugarfari sem hefur einkennst af vinnusemi og samstöðu. En við höfum líka fjárfest skynsamlega á síðustu árum og áratugum í innviðum, menntun, nýjum skólum og komið upp traustu stuðningskerfi við nýsköpun. Þessi fjárfesting sem og eiginleikar okkar nýtast nú sem aldrei fyrr til þess að koma okkur út úr vandanum. Það hefur verið mjög ánægjulegt á undanförnum mánuðum að sjá hvernig fyrirtæki hafa sýnt gríðarlega seiglu og sveigjanleika til að kljást við vandann. Fyrirtækin og starfsfólk þeirra hafa hugsað út fyrir rammann. Í stóru fyrirtæki tóku starfsmenn sig saman og bjuggu til aðgerðaráætlun um hvernig ætti að mæta núverandi efnahagsþrengingum. Saman teiknuðu starfsmennirnir upp sóknarfæri. Könnuðu möguleikann á að innleiða hér nýjar atvinnugreinar og hvernig mætti auka verðmæti framleiðslu í landinu með ýmsum hætti. Allir lögðu sitt af mörkum, hvort sem þeir voru með próf í sameindalíffræði, iðnaðarverkfræði eða einhverju allt öðru – þau fóru sínar eigin leiðir og veltu fyrir sér hvernig hægt væri að halda áfram. Sama hefur verið uppi á teningnum í fjölda annarra fyrirtækja, hjá félagasamtökum og í skólum. Svo lausnadrifið hugarfar heillar þjóðar er líklega okkar verðmætasta auðlind og hún hefur þau makalausu einkenni að því meira sem hún er nýtt því hraðar breiðist hún út. Mesta hættan hjá okkur nú er að hugarfar þjóðarinnar breytist. Sinnuleysi auki vonleysi og reiði segi enn meira til sín. Í framhaldinu breytist hugarfarið til hins verra, nýjar hugmyndir séu talaðar niður, ungt fólk flytji burt og ólíkasta fólk, eins og frumkvöðlar í hundruðum minni útrásarverkefna, verði að blórabögglum núverandi ástands. Alvarlegasta ógnunin við framtíð Íslands er ekki skuldsetning heldur að hugarfarið breytist til hins verra. Við fáum hert og heiftúðugt hugarfar þar sem vantrú ríkir á öllu sem viðkemur framtíðinni, einkaframtaki og ungu fólki með hugmyndir. Ef alþjóðlegu efnahagslægðinni lýkur upp úr miðju næsta ári munu Íslendingar njóta góðs af því og komast fyrr í kraftmikinn vöxt á ný. Til þess þurfum við að viðhalda lausnadrifnu hugarfari en gera um leið kröfu til þess að ríkisstjórnin bregðist skjótar við aðsteðjandi vanda og setji skýra stefnu. Lausn á vandanum er augljós: strax þarf að afnema gjaldeyrishöft, lækka stýrivexti, beita meiri ráðdeild í ríkisrekstri og endurreisa bankakerfið í samstarfi við lánadrottna. Loks þarf ríkisstjórnin að setja skýrar línur um stefnuna í peningamálum þjóðarinnar og undirbúa það teymi í ríkisstjórn og í stjórnkerfinu sem skapar trúverðugleika hér og annarsstaðar og leiðir okkur í gegnum næstu ár. Markaðir Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Sá efnahagsskellur sem Íslendingar hafa orðið fyrir er af nánast áður óþekktri stærðargráðu í nútímasögunni. Bankakerfið hrundi nánast eins og það lagði sig á einni viku og gengi íslensku krónunnar lækkaði meira en nokkurn gat órað fyrir. Spár gefa til kynna að samdráttur landsframleiðslu verði á bilinu 8-10% á árinu 2009. Þótt Íslendingar séu ýmsu vanir þá verður þetta mesta niðursveifla í efnahagslífinu frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Afleiðingar samdráttarins eru rekstrarerfiðleikar fyrirtækja og vaxandi atvinnuleysi og það er í senn megin áhyggjuefnið og viðfangsefnið á nýju ári. Ég er sannfærður um að ef við tökum rétt á málum á komandi mánuðum getum við sýnt hvers megnugt okkar litla hagkerfi er til að snúa við blaðinu og gert þessa kreppu að móður nýrra tækifæra. Styrkur okkar felst meðal annars í sveigjanleika og viðbragðsflýti sem er hér meiri en í flestum löndum og hugarfari sem hefur einkennst af vinnusemi og samstöðu. En við höfum líka fjárfest skynsamlega á síðustu árum og áratugum í innviðum, menntun, nýjum skólum og komið upp traustu stuðningskerfi við nýsköpun. Þessi fjárfesting sem og eiginleikar okkar nýtast nú sem aldrei fyrr til þess að koma okkur út úr vandanum. Það hefur verið mjög ánægjulegt á undanförnum mánuðum að sjá hvernig fyrirtæki hafa sýnt gríðarlega seiglu og sveigjanleika til að kljást við vandann. Fyrirtækin og starfsfólk þeirra hafa hugsað út fyrir rammann. Í stóru fyrirtæki tóku starfsmenn sig saman og bjuggu til aðgerðaráætlun um hvernig ætti að mæta núverandi efnahagsþrengingum. Saman teiknuðu starfsmennirnir upp sóknarfæri. Könnuðu möguleikann á að innleiða hér nýjar atvinnugreinar og hvernig mætti auka verðmæti framleiðslu í landinu með ýmsum hætti. Allir lögðu sitt af mörkum, hvort sem þeir voru með próf í sameindalíffræði, iðnaðarverkfræði eða einhverju allt öðru – þau fóru sínar eigin leiðir og veltu fyrir sér hvernig hægt væri að halda áfram. Sama hefur verið uppi á teningnum í fjölda annarra fyrirtækja, hjá félagasamtökum og í skólum. Svo lausnadrifið hugarfar heillar þjóðar er líklega okkar verðmætasta auðlind og hún hefur þau makalausu einkenni að því meira sem hún er nýtt því hraðar breiðist hún út. Mesta hættan hjá okkur nú er að hugarfar þjóðarinnar breytist. Sinnuleysi auki vonleysi og reiði segi enn meira til sín. Í framhaldinu breytist hugarfarið til hins verra, nýjar hugmyndir séu talaðar niður, ungt fólk flytji burt og ólíkasta fólk, eins og frumkvöðlar í hundruðum minni útrásarverkefna, verði að blórabögglum núverandi ástands. Alvarlegasta ógnunin við framtíð Íslands er ekki skuldsetning heldur að hugarfarið breytist til hins verra. Við fáum hert og heiftúðugt hugarfar þar sem vantrú ríkir á öllu sem viðkemur framtíðinni, einkaframtaki og ungu fólki með hugmyndir. Ef alþjóðlegu efnahagslægðinni lýkur upp úr miðju næsta ári munu Íslendingar njóta góðs af því og komast fyrr í kraftmikinn vöxt á ný. Til þess þurfum við að viðhalda lausnadrifnu hugarfari en gera um leið kröfu til þess að ríkisstjórnin bregðist skjótar við aðsteðjandi vanda og setji skýra stefnu. Lausn á vandanum er augljós: strax þarf að afnema gjaldeyrishöft, lækka stýrivexti, beita meiri ráðdeild í ríkisrekstri og endurreisa bankakerfið í samstarfi við lánadrottna. Loks þarf ríkisstjórnin að setja skýrar línur um stefnuna í peningamálum þjóðarinnar og undirbúa það teymi í ríkisstjórn og í stjórnkerfinu sem skapar trúverðugleika hér og annarsstaðar og leiðir okkur í gegnum næstu ár.
Markaðir Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira