Vil ekki vera túristi í Peking 3. júlí 2008 18:30 Einar gefur ekki kost á sér á Ólympíuleikana Landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir Ólympíuleikana í Peking í næsta mánuði. Guðjón Guðmundsson greindi frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Einar og kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í lok þessa mánaðar og ætlar Einar að láta fjölskylduna hafa forgang. Hann segir það hafa haft áhrif á ákvörðun sína að hann hafi ekki fengið að spila eins mikið og hann hefði óskað í síðustu verkefnum með landsliðinu. "Eins og síðasti mánuður spilaðist ákvað ég að eyða ekki öðrum mánuði í ekki neitt. Ég var bara ósáttur við hvað ég fékk lítil tækifæri þennan síðasta mánuð og ég vil miklu frekar vera heima hjá nýfæddu barni en að vera túristi þarna í Peking," sagði Einar í samtali við Vísi. Einar segir að það hefði komið til greina að gefa kost á sér ef hann og kona hans hefðu ekki átt von á barni. Hann segist ósáttur við hversu lítið hann fékk að spila í verkefnum landsliðsins í sumar, en virðir ákvörðun Guðmundar þjálfara. "Það getur vel verið að ég hefði gefið kost á mér ef við hefðum ekki átt von á barni, því það er nú auðvitað gaman að spila á Ólympíuleikum. Ég er ósáttur við að hafa ekki fengið að spila meira en þetta er ákvörðun þjálfarans. Það er greinilega eitthvað sem þeir eru ekki að "fíla" við mig, en það verður bara að hafa það. Það getur alveg eins einhver annar setið þarna á bekknum eins og ég, þó ég telji mig nú geta hjálpað liðinu meira en ég hef fengið tækifæri til að sýna," sagði Einar. "Ég er fyrst og fremst að hugsa um að spila mig í form og er að æfa á fullu núna," sagði Einar, sem er aftur kominn á kunnuglegar slóðir hjá Grosswallstadt í þýsku úrvalsdeildinni. "Það er hugur í mönnum hérna núna og félagið ætlar að taka smá áhættu. Liðið er búið að sigla lygnan sjó undanfarin ár en nú eru væntingar gerðar til liðsins - sennilega í fyrsta skipti í 60 ár," sagði Einar léttur í bragði. Einar hefur leikið 73 landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur skorað í þeim 215 mörk. Íslenski handboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir Ólympíuleikana í Peking í næsta mánuði. Guðjón Guðmundsson greindi frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Einar og kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í lok þessa mánaðar og ætlar Einar að láta fjölskylduna hafa forgang. Hann segir það hafa haft áhrif á ákvörðun sína að hann hafi ekki fengið að spila eins mikið og hann hefði óskað í síðustu verkefnum með landsliðinu. "Eins og síðasti mánuður spilaðist ákvað ég að eyða ekki öðrum mánuði í ekki neitt. Ég var bara ósáttur við hvað ég fékk lítil tækifæri þennan síðasta mánuð og ég vil miklu frekar vera heima hjá nýfæddu barni en að vera túristi þarna í Peking," sagði Einar í samtali við Vísi. Einar segir að það hefði komið til greina að gefa kost á sér ef hann og kona hans hefðu ekki átt von á barni. Hann segist ósáttur við hversu lítið hann fékk að spila í verkefnum landsliðsins í sumar, en virðir ákvörðun Guðmundar þjálfara. "Það getur vel verið að ég hefði gefið kost á mér ef við hefðum ekki átt von á barni, því það er nú auðvitað gaman að spila á Ólympíuleikum. Ég er ósáttur við að hafa ekki fengið að spila meira en þetta er ákvörðun þjálfarans. Það er greinilega eitthvað sem þeir eru ekki að "fíla" við mig, en það verður bara að hafa það. Það getur alveg eins einhver annar setið þarna á bekknum eins og ég, þó ég telji mig nú geta hjálpað liðinu meira en ég hef fengið tækifæri til að sýna," sagði Einar. "Ég er fyrst og fremst að hugsa um að spila mig í form og er að æfa á fullu núna," sagði Einar, sem er aftur kominn á kunnuglegar slóðir hjá Grosswallstadt í þýsku úrvalsdeildinni. "Það er hugur í mönnum hérna núna og félagið ætlar að taka smá áhættu. Liðið er búið að sigla lygnan sjó undanfarin ár en nú eru væntingar gerðar til liðsins - sennilega í fyrsta skipti í 60 ár," sagði Einar léttur í bragði. Einar hefur leikið 73 landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur skorað í þeim 215 mörk.
Íslenski handboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira