Hvatt til sameininga 12. apríl 2008 00:01 Lárus Welding, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, ræðir við félagsmenn. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir tímabært fyrir fjármálafyrirtækin að huga að sameiningum. MYND/SFF Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að fjármálafyrirtækin verði að huga að aðhaldi, sameiningum, krossstjórnarsetu og aukins gegnsæis í upplýsingagjöf. „Æskilegt væri, með það að markmiði, að stuðla að heilbrigðum og traustum rekstri og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra, að fjármálafyrirtæki og eigendur þeirra hugi ekki eingöngu að krosseignartengslum heldur einnig að krossstjórnarsetu í fyrirtækjum í fjármálaþjónustu," sagði Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í ræðu á degi Samtaka fjármálafyrirtækja í fyrradag. Þessi ábending var ein þeirra sex ábendinga til fjármálafyrirtækja sem Jónas setti fram í ræðunni. Hann sagði einnig að stjórnendur bankanna þyrftu að sýna að þeir kynnu að rífa seglin í þeim stormi og stórsjó sem nú gengi yfir „og lækka kostnað og minnka efnahag sinn". Hann benti á að meginábyrgðin hvíldi á stjórnendum og eigendum bankanna. Þeir nytu hagnaðarins og bæru tapið. Jónas sagði einnig að nýta ætti núverandi aðstæður til að huga að hagræðingu og sameiningum á innlendum fjármálamarkaði. „Þá á ég ekki endilega við stór-samruna," sagði Jónas og benti á að hér á landi hefðu 34 fyrirtæki starfsleyfi sem lánafyrirtæki. Verðbréfafyrirtæki væru þarna ekki talin með. Þá vill Jónas að bankar auki gegnsæi í upplýsingagjöf, auk þess sem bankarnir þyrftu, ef það hægir á í efnahagslífinu, að huga að útlánagæðum, grípa fljótt inn í séu vandræði í uppsiglingu og leggja strax til hliðar inn á afskriftarreikning. „Jafnframt þurfa fjármálafyrirtækin að gæta jafnræðis í meðhöndlun sinni á skuldurum." „Í sjötta lagi er stóra verkefnið að vinna að fjármögnun og viðhalda lausafjárstöðu," sagði Jónas og bætti því við að bankarnir hefðu staðið vel að vígi þegar lausafjárerfiðleikar hófust á alþjóðamörkuðum. Hins vegar verði þetta ár tiltölulega létt í endurfjármögnun, en menn verði að sýna árvekni „því lausafjárerfiðleikar eru áhætta sem getur birst með skömmum fyrirvara". ingimar@markadurinn.is Markaðir Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Sjá meira
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að fjármálafyrirtækin verði að huga að aðhaldi, sameiningum, krossstjórnarsetu og aukins gegnsæis í upplýsingagjöf. „Æskilegt væri, með það að markmiði, að stuðla að heilbrigðum og traustum rekstri og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra, að fjármálafyrirtæki og eigendur þeirra hugi ekki eingöngu að krosseignartengslum heldur einnig að krossstjórnarsetu í fyrirtækjum í fjármálaþjónustu," sagði Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í ræðu á degi Samtaka fjármálafyrirtækja í fyrradag. Þessi ábending var ein þeirra sex ábendinga til fjármálafyrirtækja sem Jónas setti fram í ræðunni. Hann sagði einnig að stjórnendur bankanna þyrftu að sýna að þeir kynnu að rífa seglin í þeim stormi og stórsjó sem nú gengi yfir „og lækka kostnað og minnka efnahag sinn". Hann benti á að meginábyrgðin hvíldi á stjórnendum og eigendum bankanna. Þeir nytu hagnaðarins og bæru tapið. Jónas sagði einnig að nýta ætti núverandi aðstæður til að huga að hagræðingu og sameiningum á innlendum fjármálamarkaði. „Þá á ég ekki endilega við stór-samruna," sagði Jónas og benti á að hér á landi hefðu 34 fyrirtæki starfsleyfi sem lánafyrirtæki. Verðbréfafyrirtæki væru þarna ekki talin með. Þá vill Jónas að bankar auki gegnsæi í upplýsingagjöf, auk þess sem bankarnir þyrftu, ef það hægir á í efnahagslífinu, að huga að útlánagæðum, grípa fljótt inn í séu vandræði í uppsiglingu og leggja strax til hliðar inn á afskriftarreikning. „Jafnframt þurfa fjármálafyrirtækin að gæta jafnræðis í meðhöndlun sinni á skuldurum." „Í sjötta lagi er stóra verkefnið að vinna að fjármögnun og viðhalda lausafjárstöðu," sagði Jónas og bætti því við að bankarnir hefðu staðið vel að vígi þegar lausafjárerfiðleikar hófust á alþjóðamörkuðum. Hins vegar verði þetta ár tiltölulega létt í endurfjármögnun, en menn verði að sýna árvekni „því lausafjárerfiðleikar eru áhætta sem getur birst með skömmum fyrirvara". ingimar@markadurinn.is
Markaðir Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Sjá meira