Serbneska stúlkan Ana Ivanovic vann í dag sinn fyrsta stóra titil í tennis þegar hún lagði hina rússnesku Dinöru Safinu 6-4 og 6-3 í úrslitaleik opna franska meistaramótsins.
Ivanovic var í öðru sæti heimslistans fyrir mótið en með sigrinum náði hún efsta sæti listans í fyrsta skipti á ferlinum. Hún varð auk þess fyrsta serbneska stúlkan til að komast í efsta sæti listans.
Ivanovic komst í úrslitaleikinn í fyrra, en varð þá að lúta í lægra haldi.