Úrslitakeppnin komin til að vera Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. maí 2008 16:39 Einar Þorvarðarson og Guðmundur Ágúst Ingvarsson á ársþinginu í dag. Mynd/E. Stefán Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir að úrslitakeppnin sé komin til að vera í íslenskum handbolta. Tillaga stjórnar HSÍ um að taka upp fjögurra liða úrslitakeppni í efstu deildum karla og kvenna var samþykkt á ársþingi HSÍ í dag. „Þessi tilllaga stjórnarinnar verður til eftir formannafund félaganna og byggir hún á niðurstöðu þess fundar. Þetta var hljóðið í hreyfingunni," sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Ég held að það sé klárt að úrslitakeppnin sé komin til að vera í íslenskum handbolta. Þetta á að vera framtíðarlausnin." Fjögur efstu liðin í deildunum keppa í úrslitakeppninni en liðum verður ekki fjölgað í efstu deildinni. „Það verða að vera tvær deildir áfram til að fá nýliðun. Það er leiðin til að stækka hreyfinguna og fjölga liðum." Það verður einnig sérstök umspilskeppni milli eins liðs úr efstu deild og þriggja liða úr 1. deildinni um sæti í úrvalsdeildinni og telur Einar að það verði einnig til bóta. „Það gefur fleiri liðum möguleika á að vinna sér sæti í efstu deild og um leið að finna fyrir þeim styrkleika sem þarf til að keppa í úrvalsdeildinni. Það er alveg ljóst að 1. deildin í vetur var nokkuð góð. Lið eins og Víkingur og FH, sem unnu sér sæti í úrvalsdeildinni í vor, náðu að byggja sig þar upp til að komast upp í úrvalsdeildina. Það er sú þróun sem við viljum sjá í framtíðinni." Þá voru einnig lagabreytingar samþykktar á þinginu sem veitir stjórn HSÍ meiri völd en hún hefur áður haft. „Regluverkið sem var fyrir í gömlu lögunum verður áfram undirstaðan í það umhverfi sem við förum í nú. En stjórnin hefur nú möguleika á að takast á við ákveðin vandamál sem kunna að koma upp. Hún hefur ákveðin völd hvað varðar umgjörð og fleira í þeim dúr. Þetta verður því sveigjanlegra og þarf því ekki alltaf að bíða fram á næsta þing til að fá ákveðnar breytingar í gegn." „Sömuleiðis er það alveg ljóst að þetta auðveldar mönnum að dæma stjórnina af verkum sínum." Guðmundur Ágúst Ingvarsson var í dag endurkjörinn formaður HSÍ til eins árs en hann hefur ákveðið að það kjörtímabil verði hans síðasta. Einar hefur þó ekkert hugleitt hvort hann hafi áhuga á að taka við af hans starfi. „Maður lifir dag fyrir dag í því starfi sem ég er í núna enda oft mjög mikið að gera. Ég er því ekki að velta því mikið fyrir mér í dag." Íslenski handboltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Sjá meira
Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir að úrslitakeppnin sé komin til að vera í íslenskum handbolta. Tillaga stjórnar HSÍ um að taka upp fjögurra liða úrslitakeppni í efstu deildum karla og kvenna var samþykkt á ársþingi HSÍ í dag. „Þessi tilllaga stjórnarinnar verður til eftir formannafund félaganna og byggir hún á niðurstöðu þess fundar. Þetta var hljóðið í hreyfingunni," sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Ég held að það sé klárt að úrslitakeppnin sé komin til að vera í íslenskum handbolta. Þetta á að vera framtíðarlausnin." Fjögur efstu liðin í deildunum keppa í úrslitakeppninni en liðum verður ekki fjölgað í efstu deildinni. „Það verða að vera tvær deildir áfram til að fá nýliðun. Það er leiðin til að stækka hreyfinguna og fjölga liðum." Það verður einnig sérstök umspilskeppni milli eins liðs úr efstu deild og þriggja liða úr 1. deildinni um sæti í úrvalsdeildinni og telur Einar að það verði einnig til bóta. „Það gefur fleiri liðum möguleika á að vinna sér sæti í efstu deild og um leið að finna fyrir þeim styrkleika sem þarf til að keppa í úrvalsdeildinni. Það er alveg ljóst að 1. deildin í vetur var nokkuð góð. Lið eins og Víkingur og FH, sem unnu sér sæti í úrvalsdeildinni í vor, náðu að byggja sig þar upp til að komast upp í úrvalsdeildina. Það er sú þróun sem við viljum sjá í framtíðinni." Þá voru einnig lagabreytingar samþykktar á þinginu sem veitir stjórn HSÍ meiri völd en hún hefur áður haft. „Regluverkið sem var fyrir í gömlu lögunum verður áfram undirstaðan í það umhverfi sem við förum í nú. En stjórnin hefur nú möguleika á að takast á við ákveðin vandamál sem kunna að koma upp. Hún hefur ákveðin völd hvað varðar umgjörð og fleira í þeim dúr. Þetta verður því sveigjanlegra og þarf því ekki alltaf að bíða fram á næsta þing til að fá ákveðnar breytingar í gegn." „Sömuleiðis er það alveg ljóst að þetta auðveldar mönnum að dæma stjórnina af verkum sínum." Guðmundur Ágúst Ingvarsson var í dag endurkjörinn formaður HSÍ til eins árs en hann hefur ákveðið að það kjörtímabil verði hans síðasta. Einar hefur þó ekkert hugleitt hvort hann hafi áhuga á að taka við af hans starfi. „Maður lifir dag fyrir dag í því starfi sem ég er í núna enda oft mjög mikið að gera. Ég er því ekki að velta því mikið fyrir mér í dag."
Íslenski handboltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Sjá meira