19. öldin fremur en framtíðin Jón Kaldal skrifar 26. júlí 2008 06:00 Athyglisverð staða er komin upp í tengslum við byggingaáform Listaháskóla Íslands við Laugaveg. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri kann ekki að meta vinningstillögu samkeppni um nýbyggingu fyrir skólann og talar engum tæpitungum um hver verða afdrif hennar innan skipulagskerfis borgarinnar. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær sagðist hann ekki styðja tillöguna í óbreyttri mynd. Í Fréttablaðinu í dag tekur hann enn afdráttarlausar til orða og segir alveg ljóst að skipulagsráð muni ekki samþykkja tillöguna. Samkvæmt borgarstjóra er afstaða meirihlutans skýr: Listaháskólinn mun ekki, eins og stendur til, flytja starfsemina árið 2011 í þá byggingu sem sést á teikningum vinningstillögunnar, þá hina sömu og menntamálaráðherra hefur kallað „mikinn sigur fyrir íslenska arkitekta og íslenska byggingarlist". Formaður skipulagsráðs, Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og arftaki Ólafs í embætti borgarstjóra, hefur ekki opinberað sína skoðun á tillögunni. Eftir eindregin orð Ólafs er ekki þörf á því. Borgarstjóri hefur tekið af henni ómakið og upplýst um stefnu meirihlutans í málinu. Engu máli skiptir þótt tillagan sé ekki einu sinni komin til meðferðar hjá skipulagsráði. Borgarstjóri er búinn að leggja línuna. Hann segir að tillagan verði ekki samþykkt þar. Borgarstjórnarmeirihlutinn vill aðra útfærslu. Hann veit betur en dómnefndin sem var skipuð fólki frá Listaháskólanum, fasteignaþróunarfélaginu Samson Properties, menntamálaráðuneytinu og Arkitektafélagi Íslands. Sem sagt, betur en fulltrúar þeirra sem eiga að vinna í húsinu, þeirra sem ætla að reisa það, borga fyrir það og fagfólk í arkitektúr. Og á hverju skyldi stranda? Borgarstjóri vill standa vörð um 19. aldar götumynd Laugavegar, sem vissulega er virðingarvert sjónarmið, ef götumyndin væri ekki svona skelfileg einmitt á þessum reit sem markast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu. Þetta svæði hefur um árabil verið einn vesælasti blettur miðbæjarins, sama frá hvaða sjónarhorni er horft til þess. Eina húsið á reitnum sem Húsafriðunarnefnd ríkisins vill að verði verndað er Laugavegur 41 og samkvæmt vinningstillögunni stendur það áfram. Reyndar í útfærslu sem er frá árinu 1983, þegar byggt var verulega við það. Koma Listaháskólans væri mesta framfaraskref fyrir Laugaveginn í áratugi. Tillaga Páls Hjaltasonar og félaga hjá +Arkitektum er stássleg og áræðin eins og er við hæfi fyrir þá starfsemi sem byggingin á að hýsa. Það eru ekki oft reist hús í Reykjavík sem setja afgerandi svip á borgina og lyfta umhverfi sínu á hærra plan. Hér er komin tillaga að einu slíku. Það verður núverandi meirihluta til ævarandi háðungar ef honum tekst að klúðra þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Athyglisverð staða er komin upp í tengslum við byggingaáform Listaháskóla Íslands við Laugaveg. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri kann ekki að meta vinningstillögu samkeppni um nýbyggingu fyrir skólann og talar engum tæpitungum um hver verða afdrif hennar innan skipulagskerfis borgarinnar. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær sagðist hann ekki styðja tillöguna í óbreyttri mynd. Í Fréttablaðinu í dag tekur hann enn afdráttarlausar til orða og segir alveg ljóst að skipulagsráð muni ekki samþykkja tillöguna. Samkvæmt borgarstjóra er afstaða meirihlutans skýr: Listaháskólinn mun ekki, eins og stendur til, flytja starfsemina árið 2011 í þá byggingu sem sést á teikningum vinningstillögunnar, þá hina sömu og menntamálaráðherra hefur kallað „mikinn sigur fyrir íslenska arkitekta og íslenska byggingarlist". Formaður skipulagsráðs, Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og arftaki Ólafs í embætti borgarstjóra, hefur ekki opinberað sína skoðun á tillögunni. Eftir eindregin orð Ólafs er ekki þörf á því. Borgarstjóri hefur tekið af henni ómakið og upplýst um stefnu meirihlutans í málinu. Engu máli skiptir þótt tillagan sé ekki einu sinni komin til meðferðar hjá skipulagsráði. Borgarstjóri er búinn að leggja línuna. Hann segir að tillagan verði ekki samþykkt þar. Borgarstjórnarmeirihlutinn vill aðra útfærslu. Hann veit betur en dómnefndin sem var skipuð fólki frá Listaháskólanum, fasteignaþróunarfélaginu Samson Properties, menntamálaráðuneytinu og Arkitektafélagi Íslands. Sem sagt, betur en fulltrúar þeirra sem eiga að vinna í húsinu, þeirra sem ætla að reisa það, borga fyrir það og fagfólk í arkitektúr. Og á hverju skyldi stranda? Borgarstjóri vill standa vörð um 19. aldar götumynd Laugavegar, sem vissulega er virðingarvert sjónarmið, ef götumyndin væri ekki svona skelfileg einmitt á þessum reit sem markast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu. Þetta svæði hefur um árabil verið einn vesælasti blettur miðbæjarins, sama frá hvaða sjónarhorni er horft til þess. Eina húsið á reitnum sem Húsafriðunarnefnd ríkisins vill að verði verndað er Laugavegur 41 og samkvæmt vinningstillögunni stendur það áfram. Reyndar í útfærslu sem er frá árinu 1983, þegar byggt var verulega við það. Koma Listaháskólans væri mesta framfaraskref fyrir Laugaveginn í áratugi. Tillaga Páls Hjaltasonar og félaga hjá +Arkitektum er stássleg og áræðin eins og er við hæfi fyrir þá starfsemi sem byggingin á að hýsa. Það eru ekki oft reist hús í Reykjavík sem setja afgerandi svip á borgina og lyfta umhverfi sínu á hærra plan. Hér er komin tillaga að einu slíku. Það verður núverandi meirihluta til ævarandi háðungar ef honum tekst að klúðra þessu máli.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun