Carlos Sastre tryggði sér í dag sigur í Frakklandshjólreiðunum en þá var lokaáfanginn hjólaður. Hann er þriðji Spánverjinn á þremur árum sem vinnur þessa erfiðu keppni.
Cadel Evans frá Ástralíu varð annar í heildarstigakeppninni en þetta var annað árið í röð sem hann tekur silfurverðlaunin.
Sigur Sastre var aldrei í hættu og hann gat rólegur hjólað inn í París. Belginn Gert Steegmans vann dagleiðina í dag