Glitnir keypti í dag 300 milljón hluti í Atorku Group fyrir rúma 1,4 milljarða króna. Hlutirnir voru í eigu Atorku, samkvæmt flöggun félagsins. Þetta jafngildir 8,89 prósenta hlut í félaginu. Glitnir greiddi 4,785 krónur fyrir hvern hlut í Atorku, samkvæmt flögguninni.