Mikill skellur á Wall Street - fjárfestar halda í vonina 7. október 2008 21:41 Miðlarar á bandarískum fjármálamörkuðum í vikunni. Mynd/AP Gengi hlutabréfa tók dýfu á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Fjárfestar vænta þess nú að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti vegna aðstæðna á mörkuðum. Fréttastofan Associated Press segir fjárfesta uggandi um stoðir hagkerfisins og efast um að viðamiklar björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda nái að koma því aftur á réttan kjöl. Þá spilar inn í að bandaríski seðlabankinn greindi frá því í dag að hann hyggist kaupa skammtímaskuldabréf fyrirtækja og muni fjármálaráðuneytið gangast í ábyrgðir gagnvart seðlabankanum. Í tilkynningu seðlabankans segir að þessi aðgerð sé „nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarlegar truflanir á fjármagnsmörkuðum og efnahagslífinu“. Þetta er fimmti lækkunardagurinn í Bandaríkjunum í röð og eykur mjög á svartsýni fjárfesta, sem nú þykjast greint von í svartnættinu í minnipunktum bandaríska seðlabankans, sem birtir voru í dag. Það eykur von manna, að bandaríski seðlabankinn feti í fótspor ástralska bankans og lækki stýrivexti á næstunni. Búist er við að evrópski seðlabankinn fylgi í kjölfarið en stýrivextir á evrusvæðinu hafa aldrei verið hærri og þykja þrengja mjög að fyrirtækjum í evrulöndunum á sama tíma og aðstæður í efnahagsmálum eru með versta móti. Dow Jones-hrundi um 5,11 prósent í rúm 9.400 stig og hefur hún ekki verið lægri í fimm ár. Þá féll Nasdaq-vísitalan um 5,80 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa tók dýfu á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Fjárfestar vænta þess nú að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti vegna aðstæðna á mörkuðum. Fréttastofan Associated Press segir fjárfesta uggandi um stoðir hagkerfisins og efast um að viðamiklar björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda nái að koma því aftur á réttan kjöl. Þá spilar inn í að bandaríski seðlabankinn greindi frá því í dag að hann hyggist kaupa skammtímaskuldabréf fyrirtækja og muni fjármálaráðuneytið gangast í ábyrgðir gagnvart seðlabankanum. Í tilkynningu seðlabankans segir að þessi aðgerð sé „nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarlegar truflanir á fjármagnsmörkuðum og efnahagslífinu“. Þetta er fimmti lækkunardagurinn í Bandaríkjunum í röð og eykur mjög á svartsýni fjárfesta, sem nú þykjast greint von í svartnættinu í minnipunktum bandaríska seðlabankans, sem birtir voru í dag. Það eykur von manna, að bandaríski seðlabankinn feti í fótspor ástralska bankans og lækki stýrivexti á næstunni. Búist er við að evrópski seðlabankinn fylgi í kjölfarið en stýrivextir á evrusvæðinu hafa aldrei verið hærri og þykja þrengja mjög að fyrirtækjum í evrulöndunum á sama tíma og aðstæður í efnahagsmálum eru með versta móti. Dow Jones-hrundi um 5,11 prósent í rúm 9.400 stig og hefur hún ekki verið lægri í fimm ár. Þá féll Nasdaq-vísitalan um 5,80 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira