Bréf til Jóhanns sýslumanns Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 30. september 2008 05:30 Jæja Jóhann, þó hugurinn hafi stefnt eitthvert annað þá ertu nú staddur á tímamótum. Þér hefur verið bolað burt, eftir því sem þú segir sjálfur, og því vil ég skrifa þér þetta bréf því allir lendum við í því að standa einhvern tímann á tímamótum sem komu of snemma að okkar mati. Mig langar í tilefni dagsins að benda þér á jákvæðu punktana sem finnast á svona tímamótum. Til að byrjað með þá getur þú væntanlega sofið út á morgun en við skulum kannski láta það liggja á milli hluta. Mig langar hins vegar að segja þér söguna af honum Vinicius De Moraes. Hann var brasilískur embættismaður og vann meðal annars í brasilíska sendiráðinu í Frakklandi og Úrúgvæ. Árið 1959 er honum hins vegar bolað úr embætti svo hann var allt í einu kominn í sömu aðstöðu og þú þegar þú vaknaðir í morgun. Það eru þessi ótímabæru tímamót. En þótt undarlegt megi virðast eru flestir sammála um að það hafi verið mikið lán fyrir Vinucius og einnig brasilíska menningarsögu því hann fór til síns heimalands og varð eftir þetta einn af upphafsmönnum Nova Samba. Og fyrir tilstilli hans syngjum við nú, þegar við bregðum undir okkur betri fætinum, Girl From Ipanema, One Note Samba, A Felicidade og fleiri lög sem runnin eru undan rifjum fyrrverandi embættismannsins atarna. Og það er mikilvægt að hafa það í huga, Jóhann, að engum sögum fer af þeim sem boluðu honum úr starfi; heimsbyggðin veit bara alls ekkert af þeim. Eða eins og gríska máltækið segir um óþekkta menn: jafnvel mamma þeirra veit ekki hverjir þeir eru. En allur hinn upplýsti heimur kannast við tón- og ljóðskáldið Vinicius De Moraes eða hefur að minnsta kosti haft einhver kynni af andlegum afurðum hans. Ég ætla ekki að vera með neina pressu á þig Jóhann, en alla vega, það verður spennandi að fylgjast með því hvað þú tekur þér fyrir hendur nú þegar þú stendur í sömu sporum og Moraes gerði árið 1959. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun
Jæja Jóhann, þó hugurinn hafi stefnt eitthvert annað þá ertu nú staddur á tímamótum. Þér hefur verið bolað burt, eftir því sem þú segir sjálfur, og því vil ég skrifa þér þetta bréf því allir lendum við í því að standa einhvern tímann á tímamótum sem komu of snemma að okkar mati. Mig langar í tilefni dagsins að benda þér á jákvæðu punktana sem finnast á svona tímamótum. Til að byrjað með þá getur þú væntanlega sofið út á morgun en við skulum kannski láta það liggja á milli hluta. Mig langar hins vegar að segja þér söguna af honum Vinicius De Moraes. Hann var brasilískur embættismaður og vann meðal annars í brasilíska sendiráðinu í Frakklandi og Úrúgvæ. Árið 1959 er honum hins vegar bolað úr embætti svo hann var allt í einu kominn í sömu aðstöðu og þú þegar þú vaknaðir í morgun. Það eru þessi ótímabæru tímamót. En þótt undarlegt megi virðast eru flestir sammála um að það hafi verið mikið lán fyrir Vinucius og einnig brasilíska menningarsögu því hann fór til síns heimalands og varð eftir þetta einn af upphafsmönnum Nova Samba. Og fyrir tilstilli hans syngjum við nú, þegar við bregðum undir okkur betri fætinum, Girl From Ipanema, One Note Samba, A Felicidade og fleiri lög sem runnin eru undan rifjum fyrrverandi embættismannsins atarna. Og það er mikilvægt að hafa það í huga, Jóhann, að engum sögum fer af þeim sem boluðu honum úr starfi; heimsbyggðin veit bara alls ekkert af þeim. Eða eins og gríska máltækið segir um óþekkta menn: jafnvel mamma þeirra veit ekki hverjir þeir eru. En allur hinn upplýsti heimur kannast við tón- og ljóðskáldið Vinicius De Moraes eða hefur að minnsta kosti haft einhver kynni af andlegum afurðum hans. Ég ætla ekki að vera með neina pressu á þig Jóhann, en alla vega, það verður spennandi að fylgjast með því hvað þú tekur þér fyrir hendur nú þegar þú stendur í sömu sporum og Moraes gerði árið 1959.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun