Krónan aldrei veikari í lok dags

Gengi krónunnar veiktist um þrjú prósent og stendur gengisvísitalan í 202,7 stigum. Krónan hefur aldrei verið veikari í lok dags og nú. Vísitalan fór í 207 stig um hádegisbil. Bandaríkjadalur kostar nú 109,5 krónur, ein evra 153,8 krónur, eitt breskt pund 194,6 krónur og ein dönsk króna 20,6 krónur. Bandaríkjadalur snerti 112 krónur um hádegisbilið og hafði þá aldrei verið dýrari í krónum talið.