Lárus segir rangt að reglur Glitnis hafi verið brotnar 22. nóvember 2008 18:53 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. Lárus segir að það sé rangt sem haldið er fram í sunnudagsblaði Morgunblaðsins að verklagsreglur við lánveitingar hafi verið brotnar hjá Glitni. Um lánveitingar til tengdra aðila hafi gilt strangar reglur sem bankinn hafi fylgt. Yfirlýsing Lárusar í heild sinni:Sem fyrrverandi forstjóri gamla Glitnis banka hf. harma ég að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. Í greininni eru rangfærslur og þar eru dregnar rangar ályktanir út frá takmörkuðum upplýsingum. Ég tek fram að við vinnslu þessarar fréttar var ekki haft samband við mig. Umfjöllun um málefni banka og viðskiptavini þeirra er trúnaðarmál sem lýtur ströngum reglum. Í þeim efnum er ábyrgð fjölmiðla mikil og afar mikilvægt að þeir fari jafnframt að lögum. Eins og allir starfsmenn fjármálafyrirtækja er ég bundinn af bankaleynd og á því erfitt með að svara einstökum atriðum og ávirðingum sem Morgunblaðið setur fram í grein sinni. Ég vil þó koma eftirfarandi á framfæri: Morgunblaðið heldur því fram að verklagsreglur við lánveitingar sem fjallað er um hafi verið brotnar hjá bankanum. Þetta er rangt. Hvað varðar lán til FL Group vil ég árétta að um lánveitingar til tengdra aðila gilda strangar reglur og var þeim fylgt í einu og öllu í minni forstjóratíð. Fjármálaeftirlitið (FME) gerði í nóvember 2007 úttekt á málum varðandi Stím ehf. sem Morgunblaðið fjallar um og afhenti bankinn FME allar upplýsingar um lánveitingar til félagsins. Á þeim tíma sem ég gegndi starfi forstjóra Glitnis átti ég mjög tíð og opin samskipti við Fjármálaeftirlit og Seðlabanka og fór ég og meðstjórnendur mínir að öllu leiti að þeirra tilmælum. Þau lutu einkum að þeim sameiginlegu markmiðum bankans og eftirlitsaðila að bankinn bætti tryggingastöðu sína, drægi úr lánveitingum til eignarhaldsfélaga, styrkti eiginfjárhlutfall og minnkaði efnahagsreikning sinn. Að þessu var unnið. Nú hefur verið ákveðið að málefni gömlu bankanna verði rannsökuð til hlítar. Ég fagna því en tel mikilvægt að rannsóknin verði framkvæmd af þar til bærum óháðum erlendum sérfræðingum og að þeim verði veitt nægilegt svigrúm við þá rannsókn. Virðingarfyllst, Lárus Welding Stím málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. Lárus segir að það sé rangt sem haldið er fram í sunnudagsblaði Morgunblaðsins að verklagsreglur við lánveitingar hafi verið brotnar hjá Glitni. Um lánveitingar til tengdra aðila hafi gilt strangar reglur sem bankinn hafi fylgt. Yfirlýsing Lárusar í heild sinni:Sem fyrrverandi forstjóri gamla Glitnis banka hf. harma ég að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. Í greininni eru rangfærslur og þar eru dregnar rangar ályktanir út frá takmörkuðum upplýsingum. Ég tek fram að við vinnslu þessarar fréttar var ekki haft samband við mig. Umfjöllun um málefni banka og viðskiptavini þeirra er trúnaðarmál sem lýtur ströngum reglum. Í þeim efnum er ábyrgð fjölmiðla mikil og afar mikilvægt að þeir fari jafnframt að lögum. Eins og allir starfsmenn fjármálafyrirtækja er ég bundinn af bankaleynd og á því erfitt með að svara einstökum atriðum og ávirðingum sem Morgunblaðið setur fram í grein sinni. Ég vil þó koma eftirfarandi á framfæri: Morgunblaðið heldur því fram að verklagsreglur við lánveitingar sem fjallað er um hafi verið brotnar hjá bankanum. Þetta er rangt. Hvað varðar lán til FL Group vil ég árétta að um lánveitingar til tengdra aðila gilda strangar reglur og var þeim fylgt í einu og öllu í minni forstjóratíð. Fjármálaeftirlitið (FME) gerði í nóvember 2007 úttekt á málum varðandi Stím ehf. sem Morgunblaðið fjallar um og afhenti bankinn FME allar upplýsingar um lánveitingar til félagsins. Á þeim tíma sem ég gegndi starfi forstjóra Glitnis átti ég mjög tíð og opin samskipti við Fjármálaeftirlit og Seðlabanka og fór ég og meðstjórnendur mínir að öllu leiti að þeirra tilmælum. Þau lutu einkum að þeim sameiginlegu markmiðum bankans og eftirlitsaðila að bankinn bætti tryggingastöðu sína, drægi úr lánveitingum til eignarhaldsfélaga, styrkti eiginfjárhlutfall og minnkaði efnahagsreikning sinn. Að þessu var unnið. Nú hefur verið ákveðið að málefni gömlu bankanna verði rannsökuð til hlítar. Ég fagna því en tel mikilvægt að rannsóknin verði framkvæmd af þar til bærum óháðum erlendum sérfræðingum og að þeim verði veitt nægilegt svigrúm við þá rannsókn. Virðingarfyllst, Lárus Welding
Stím málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52