Handbolti

GOG tapaði í Danmörku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson tekur við GOG nú í sumar.
Guðmundur Guðmundsson tekur við GOG nú í sumar.
Guðmundur Guðmundsson, verðandi þjálfari GOG, sá liðið tapa naumlega fyrir Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Bjerringbro-Silkeborg vann með eins marks mun, 34-33, en sigurmarkið kom úr vítakasti á lokasekúndum leiksins.

Þá vann Nordsjælland sigur á Fredericia, 24-21, en Gísli Kristjánsson var ekki á meðal markaskorara fyrrnefnda liðsins.

Bjerringbro-Silkeborg og Álaborg eru á toppi deildarinnar með 24 stig hvort en GOG er í níunda sæti með tólf stig. Nordsjælland er í sjöunda sæti með sautján stig.

Tengdar fréttir

Guðmundur tekur við GOG

Guðmundur Guðmundsson mun í dag skrifa undir þriggja ára samning við danska handknattleiksfélagið GOG Svendborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×