Körfubolti

KR og Keflavík úr leik

Justin Shouse og félagar í Snæfelli unnu Keflvíkinga.
Justin Shouse og félagar í Snæfelli unnu Keflvíkinga. Mynd/Anton

Fjórðungsúrslitum Lýsingabikarkeppni karla og kvenna lauk í dag og þá fór einn leikur fram í Iceland Express deild karla.

Njarðvík sló út KR með sextán stiga sigri, 106-90. Þá vann Skallagrímur nauman sigur á ÍR í Borgarnesi, 83-80, og Snæfell vann Keflavík, 86-84.

Gestirnir í Keflavík leiddu leikinn framan af í hröðum fyrri hálfleik og staðan var 41-52 í lok annars leikshluta. Snæfellingar unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn og um miðbik þriðja leikhluta fór vörn þeirra loks að keyra á fullum styrk. Keflvíkingar leiddu enn 62-64 í lok þriðja leikhluta, en Snæfell skoraði fyrstu körfu fjórða leikhluta og jafnaði 64-64 og tók svo forystu 70-66. Snæfellingar héldu forystu sinni til leiksloka þó svo að Keflvíkingar hafi komist mjög nærri í lokin og minnkað munninn í eitt stig, en lokatölur urðu 86-84.

Hlynur Bæringsson var atkvæðamestur hjá Snæfelli og skoraði 22 stig en Bobby Walker skoraði 25 stig fyrir Keflavík

Njarðvík, Skallagrímur, Snæfell og Fjölnir eru því komin áfram í undanúrslit Lýsingabikarkeppni karla.

Hjá konunum vann Fjölnir lið Snæfells, 64-51, og Haukar vann öruggan sigur á Hamar, 90-55. Fjölnir og Haukar eru komin í undanúrslitin ásamt Grindavík og Keflavík.

Þá vann Þór sigur á Grindvaík í frestuðum leik í Iceland Express deild karla, 104-98.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×