Fall á erlendum hlutabréfamörkuðum 21. janúar 2008 08:32 Gengisfall hefur verið á evrópskum hlutabréfamörkuðum frá upphafi viðskiptadagsins í dag. Ótti fjárfesta um yfirvofandi samdráttarskeið og efnahagskreppu fékk byr undir báða vængi í morgun þegar Nikkei-vísitalan féll um tæp fjögur prósent, að sögn breska ríkisútvarpsins. Litlu virðist hafa skipt þótt George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hafi komið fram með hugmyndir um skattalegar ívilnanir til handa þarlendum fyrirtækjum til að hindra að svartsýnisspár næðu fram að ganga. Þá hefur bandaríski seðlabankinn sömuleiðis sagst ætla að grípa til aðgerða. Telja flestir yfirgnæfandi líkur á að bankinn lækki stýrivexti í enda mánaðar um fimmtíu punkta hið minnsta. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni í Asíu í morgun er sú að lönd álfunnar eiga mikið undir útflutningi til Bandaríkjanna. Verði samdráttur í Bandaríkjunum mun draga úr innflutningi og þar af leiðandandi úr hagvexti viðskiptalandanna. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er dags fallið um 2,3 prósent, hin þýska Dax um 2,4 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi um 2,7 prósent. Norrænir hlutabréfamarkaðir hafa ekki farið varhluta af þróuninni en aðalvísitölur hafa fallið um rúm 2,0 til 2,9 prósent. Viðskipti hefjast í Kauphöll Íslands eftir rúman klukkutíma. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengisfall hefur verið á evrópskum hlutabréfamörkuðum frá upphafi viðskiptadagsins í dag. Ótti fjárfesta um yfirvofandi samdráttarskeið og efnahagskreppu fékk byr undir báða vængi í morgun þegar Nikkei-vísitalan féll um tæp fjögur prósent, að sögn breska ríkisútvarpsins. Litlu virðist hafa skipt þótt George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hafi komið fram með hugmyndir um skattalegar ívilnanir til handa þarlendum fyrirtækjum til að hindra að svartsýnisspár næðu fram að ganga. Þá hefur bandaríski seðlabankinn sömuleiðis sagst ætla að grípa til aðgerða. Telja flestir yfirgnæfandi líkur á að bankinn lækki stýrivexti í enda mánaðar um fimmtíu punkta hið minnsta. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni í Asíu í morgun er sú að lönd álfunnar eiga mikið undir útflutningi til Bandaríkjanna. Verði samdráttur í Bandaríkjunum mun draga úr innflutningi og þar af leiðandandi úr hagvexti viðskiptalandanna. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er dags fallið um 2,3 prósent, hin þýska Dax um 2,4 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi um 2,7 prósent. Norrænir hlutabréfamarkaðir hafa ekki farið varhluta af þróuninni en aðalvísitölur hafa fallið um rúm 2,0 til 2,9 prósent. Viðskipti hefjast í Kauphöll Íslands eftir rúman klukkutíma.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf