Í dag ræðst hvort Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fái tvo menn í stjórn finnska fjarskiptafyrirtækisins Elisa. Hluthafafundur sem boðað var til að kröfu Novators verður haldinn í skautahöllinni í Helsinki í dag. Reiknað hefur verið með því að hundruð mæti til fundarins, en hluthafar í Elisa eru yfir 230 þúsund.
Novator, sem er langstærsti einstaki hluthafinn í félaginu, vill fá tvo fulltrúa í stjórn fyrirtækisins. Fram hefur komið að annað stjórnarmannsefnið sé Íslendingurinn Orri Hauksson. Hinn stjórnarmaðurinn yrði Íslendingur eða Breti.
Novator hefur líka lagt til breytingar á samþykktum Elisa, en féll frá því að fjallað yrði um þær á fundinum. Tillögurnar eru samt sem áður á dagskrá.
Einfaldan meirihluta þarf á hluthafafundinum í kjöri til stjórnar, en aukinn meirihluta til að gera breytingar á samþykktum.