Microsoft vill kaupa Yahoo 1. febrúar 2008 11:53 Jerry Yang, forstjóri og annar stofnenda Yahoo. Microsoft er sagt hafa áhuga á að kaupa fyrirtækið fyrir 2.890 milljarða íslenskra króna. Mynd/AFP Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft er sagður hafa lagt fram tilboð í netveituna Yahoo upp á 44,6 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 2.890 milljarða íslenskra króna, að því er breska ríkisútvarpið hermir. Yahoo hefur ekki átt góðu gengi að fagna upp á síðkastið. Terry Semel, sem stóð upp úr forstjórastólnum fyrir Jerry Yang, einum af stofnendum netveitunnar, á síðasta ári, hefur nú hætt alfarið störfum hjá Yahoo. Helsti vandi fyrirtækisins liggur í því að netleitarrisinn Google hefur tekið æ stærri skerf af markaðshlutdeild Yahoo á síðastliðnum árum. Yahoo keyrir afkomu sína einna helst áfram af auglýsingatekjum sem samhliða minni markaðshlutdeild hefur dregist saman og var undir væntingum á síðasta ári. Microsoft hefur í nokkurn tíma verið orðað við Yahoo en fyrrnefnda fyrirtækið telur að með kaupunum geti það blásið í seglin gegn helstu keppinautum, ekki síst Google, sem hefur verið nær einráða á bandarískum netauglýsingamarkaði. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft er sagður hafa lagt fram tilboð í netveituna Yahoo upp á 44,6 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 2.890 milljarða íslenskra króna, að því er breska ríkisútvarpið hermir. Yahoo hefur ekki átt góðu gengi að fagna upp á síðkastið. Terry Semel, sem stóð upp úr forstjórastólnum fyrir Jerry Yang, einum af stofnendum netveitunnar, á síðasta ári, hefur nú hætt alfarið störfum hjá Yahoo. Helsti vandi fyrirtækisins liggur í því að netleitarrisinn Google hefur tekið æ stærri skerf af markaðshlutdeild Yahoo á síðastliðnum árum. Yahoo keyrir afkomu sína einna helst áfram af auglýsingatekjum sem samhliða minni markaðshlutdeild hefur dregist saman og var undir væntingum á síðasta ári. Microsoft hefur í nokkurn tíma verið orðað við Yahoo en fyrrnefnda fyrirtækið telur að með kaupunum geti það blásið í seglin gegn helstu keppinautum, ekki síst Google, sem hefur verið nær einráða á bandarískum netauglýsingamarkaði.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf