Óánægja með stýrivaxtaákvörðun á evrusvæðinu 7. febrúar 2008 13:36 Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri evrópska seðlabankans. Mynd/AFP Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Þrýst hefur verið á bankann að hann fylgi fordæmi bandaríska og breska seðlabankans og færi vextina niður, svo sem til að lækka gengi evru gagnvart helstu gjaldmiðlum og blása þannig lífi í útflutning frá evrusvæðinu. Nokkrir markaðsaðilar hafa horft til þess að evrópski seðlabankinn myndi koma til móts við erfiðar markaðsaðstæður og lækka vextina. Íslenskir markaðsaðilar eru þar á meðal en hugsanlegt þykir að Seðlabanki Íslands horfi til aðgerða kollega síns á evrusvæðinu. Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, sem flytur rökstuðning bankastjórnarinnar fyrir ákvörðuninni síðar í dag, hefur hins vegar staðið fast á því að bankinn eigi fremur að nýta stjórntæki sitt til að halda verðbólgu niðri en að auka fjárflæði á fjármálamörkuðum. Bankinn hefur engu að síður gripið til aðgerða, svo sem með því að veita milljörðum evra inn í efnahagslífið. Reiknað er með að Trichet höggvi í sömu knérunn á fundi sínum í dag. Fjárfestar hafa tekið ákvörðun bæði Englandsbanka og evrópska seðlabankans afar illa. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur nú fallið um 2,4 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 2,7 prósent og hin franska CAC-40 um 2,3 prósent. Þá standa hlutabréfamarkaðir á Norðurlöndunum sömuleiðis á rauðu. Mesta lækkunin er í kauphöllum í Ósló í Noregi og í Helsinki í Finnlandi en báðir markaði hafa fallið um rúm þrjú prósent í dag. Til samanburðar hefur Úrvalsvísitalan lækkað um rúm 1,4 prósent það sem af er dags eftir fall í gær. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Þrýst hefur verið á bankann að hann fylgi fordæmi bandaríska og breska seðlabankans og færi vextina niður, svo sem til að lækka gengi evru gagnvart helstu gjaldmiðlum og blása þannig lífi í útflutning frá evrusvæðinu. Nokkrir markaðsaðilar hafa horft til þess að evrópski seðlabankinn myndi koma til móts við erfiðar markaðsaðstæður og lækka vextina. Íslenskir markaðsaðilar eru þar á meðal en hugsanlegt þykir að Seðlabanki Íslands horfi til aðgerða kollega síns á evrusvæðinu. Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, sem flytur rökstuðning bankastjórnarinnar fyrir ákvörðuninni síðar í dag, hefur hins vegar staðið fast á því að bankinn eigi fremur að nýta stjórntæki sitt til að halda verðbólgu niðri en að auka fjárflæði á fjármálamörkuðum. Bankinn hefur engu að síður gripið til aðgerða, svo sem með því að veita milljörðum evra inn í efnahagslífið. Reiknað er með að Trichet höggvi í sömu knérunn á fundi sínum í dag. Fjárfestar hafa tekið ákvörðun bæði Englandsbanka og evrópska seðlabankans afar illa. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur nú fallið um 2,4 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 2,7 prósent og hin franska CAC-40 um 2,3 prósent. Þá standa hlutabréfamarkaðir á Norðurlöndunum sömuleiðis á rauðu. Mesta lækkunin er í kauphöllum í Ósló í Noregi og í Helsinki í Finnlandi en báðir markaði hafa fallið um rúm þrjú prósent í dag. Til samanburðar hefur Úrvalsvísitalan lækkað um rúm 1,4 prósent það sem af er dags eftir fall í gær.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf