Körfubolti

NBA í nótt: Ólíkt gengi Houston og Miami

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tracy McGrady fer hér framhjá Ricky Davis.
Tracy McGrady fer hér framhjá Ricky Davis. Nordic Photos / Getty Images

Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Houston vann Miami og þar með sinn tíunda leik í röð en um leið tapaði Miami sínum tíunda leik í röð.

Houston vann leikinn með 112 stigum gegn 100 en Tracy McGrady var stigahæstur leikmanna Houson með 23 stig og tíu stoðsendingar. Yao Ming kom næstur með 21 stig en allir byrjunarliðsmenn Houston skoruðu tíu stig eða fleiri.

Dwyane Wade skoraði 33 stig fyrir Miami og gaf ellefu stoðsendingar. Þrátt fyrir hans framlag átti Miami aldrei möguleika. Shawn Marion var með átján stig og tíu fráköst fyrir Miami.

Houston skoraði 41 stig strax í fyrsta leihluta í nótt, náði fimmtán stiga forystu, og gerði þar með út um leikinn.

San Antonio vann Minnesota, 100-99, þar sem Manu Ginobili tryggði sínu mönnum sigu rmeð körfu er sex sekúndur voru til leiksloka. Alls skoraði hann 44 stig í leiknum.

Portland vann Seattle, 92-88, þar sem Brandon Roy skoraði nítján stig og tók fjórtán fráköst fyrir Portland.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×