Handbolti

Boltinn er hjá HSÍ

Aron Kristjánsson er ósáttur við ummæli Þorbergs í gær
Aron Kristjánsson er ósáttur við ummæli Þorbergs í gær
Aron Kristjánsson er afar ósáttur við ummæli Þorbergs Aðalsteinssonar í þættinum Utan Vallar á Sýn í gærkvöld þar sem hann gagnrýndi Aron og Dag Sigurðsson harðlega fyrir m.a. "slæma viðskiptahætti og kjarkleysi" í viðræðum sínum við HSÍ þar sem ráða átti landsliðsþjálfara.

Vísir hafði samband við þá Aron, Dag og Geir Sveinsson vegna málsins í kvöld. Ekki náðist í Geir, Dagur vildi ekki tjá sig um málið, en Aron segir boltann vera í höndum HSÍ.

"Ég er ekki sáttur við ummæli Þorbergs en ég býst við því að HSÍ muni taka á þessu máli," sagði Aron í samtali við Vísi í kvöld.

Fyrr í kvöld sagðist Guðmundur Ingvarsson harma ummæli Þorbergs í gærkvöldi en tók fram að hann hefði ekki verið að tala þar fyrir hönd forráðamanna HSÍ - þó hann sitji þar reyndar í stjórn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×