Viðskipti innlent

Landsbankinn úr Kauphöllinni

Elín Sigfúsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Elín Sigfúsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. óskaði eftir því í gær að hlutabréf bankans verði tekin af markaði. Skilanefndin tók yfir stjórn Landsbankans á þriðjudag fyrir viku. Sama dag stofnaði ríkisstjóður nýtt hlutafélag utan um reksturinn, Nýja Landsbanka Íslands hf. Félagið hefur tekið yfir hluta af eignum, réttindum og skyldum Landsbankans hf. og heyrir innlendi hluti af starfsemi bankans frá þeim tíma því undir nýtt fyrirtæki og nýja stjórn. Þá hefur Elín Sigfúsdóttir tekið við sæti bankastjóra Landsbankans af þeim Sigurjóni Þ. Árnasyni og Halldóri J. Kristjánssyni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×