Fíkniefnafundur á Fáskrúðsfirði hefur lítil áhrif á verð 19. mars 2008 13:19 Fíkniefnafundurinn í Fáskrúðsfjarðarmálinu virðist hafa haft lítil áhrif á fíkniefnamarkaðinn hér á landi til langs tíma ef marka má verð á fíkniefnum nú um stundir. Yfirlæknir á Vogi segir að þegar þrengt sé að einu efni sæki fíklar í annað. Lögregla kom í veg fyrir að yfir 40 kíló af fíkniefnum kæmust á markað hér á landi með því að gera þau upptæk í skútu sem kom að Fáskrúðsfirði í september í fyrra. Alls var um að ræða 23,5 kíló af amfetamíni, tæp 14 kíló af e-töflu dufti og hátt í 1800 e-töflur. SÁÁ tekur saman verð á ólöglegum fíkniefnum reglulega og ef marka má nýjustu tölur, sem eru síðan í febrúar, hefur verðið á helstu efnum á markaði lítið breyst frá því fyrir fíkniefnafundinn. Þannig kostaði grammið af hassi um 2200 krónur í ágúst 2007 en kostar nú um 2100 krónur. Amfetamín kostaði rúmlega 4300 krónur í ágúst en kostar nú um fjögur þúsund krónur og þá kostar e-pillan 2.300 en kostaði í ágúst 2.150. Kókaín kostar hins vegar 11.900 nú en kostaði um 13.500 í ágúst. Tekið skal fram að hér er um meðaltalstölur að ræða sem byggjast á upplýsingum hjá innrituðum sjúklingum hjá SÁÁ. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að fíkniefnamarkaðurinn sé fjölbreytilegur og fólki noti alls kyns vímuefni, bæði læknalyf og ólögleg fíkniefni. Ef þrengt sé að einhverju efni þá færist neysla manna hreinlega til. Þá bendir hann á að verð á fíkniefnum geti verið misjafnt eftir því hvenær dags það sé selt og hvar það sé selt.Neysla örvandi efna aldrei verið meiri Hann segir fíkniefnafund eins og í haust vissulega hafa þýðingu en erfitt sé að segja um áhrifin til langs tíma. „Tölurnar fyrir síðasta ár sýna að amfetamínið hefur aðeins gefið eftir en kókaín er að fylla skarð þess," segir Þórarinn og segir neyslu örvandi fíkniefna aldrei verið meiri en undanfarin tvö ár. „Það hefur verið hæg aukning frá árinu 2000 en hún er stöðug. Neytendur eru aðallega fólk á aldrinum 20-30 ára og þeir eru þungir, með miklar sýkingar og margir komnir með geðeinkenni vegna neyslunnar," segir Þórarinn. Um verðmyndun á fíkniefnamarkaði segir Þórarinn að honum sýnist sem hún fari eftir verði á hassi. Þannig breytist verð á kókaíni og amfetamíni í réttu hlutfalli við verð á hassi og e-pillu. Þeir sem noti dýrari og sterkari efni eins og kókaín og amfetamín þurfi að selja um tíu skammta af hassi eða e-pillu til þess að fjármagna neyslu sína. Pólstjörnumálið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Fíkniefnafundurinn í Fáskrúðsfjarðarmálinu virðist hafa haft lítil áhrif á fíkniefnamarkaðinn hér á landi til langs tíma ef marka má verð á fíkniefnum nú um stundir. Yfirlæknir á Vogi segir að þegar þrengt sé að einu efni sæki fíklar í annað. Lögregla kom í veg fyrir að yfir 40 kíló af fíkniefnum kæmust á markað hér á landi með því að gera þau upptæk í skútu sem kom að Fáskrúðsfirði í september í fyrra. Alls var um að ræða 23,5 kíló af amfetamíni, tæp 14 kíló af e-töflu dufti og hátt í 1800 e-töflur. SÁÁ tekur saman verð á ólöglegum fíkniefnum reglulega og ef marka má nýjustu tölur, sem eru síðan í febrúar, hefur verðið á helstu efnum á markaði lítið breyst frá því fyrir fíkniefnafundinn. Þannig kostaði grammið af hassi um 2200 krónur í ágúst 2007 en kostar nú um 2100 krónur. Amfetamín kostaði rúmlega 4300 krónur í ágúst en kostar nú um fjögur þúsund krónur og þá kostar e-pillan 2.300 en kostaði í ágúst 2.150. Kókaín kostar hins vegar 11.900 nú en kostaði um 13.500 í ágúst. Tekið skal fram að hér er um meðaltalstölur að ræða sem byggjast á upplýsingum hjá innrituðum sjúklingum hjá SÁÁ. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að fíkniefnamarkaðurinn sé fjölbreytilegur og fólki noti alls kyns vímuefni, bæði læknalyf og ólögleg fíkniefni. Ef þrengt sé að einhverju efni þá færist neysla manna hreinlega til. Þá bendir hann á að verð á fíkniefnum geti verið misjafnt eftir því hvenær dags það sé selt og hvar það sé selt.Neysla örvandi efna aldrei verið meiri Hann segir fíkniefnafund eins og í haust vissulega hafa þýðingu en erfitt sé að segja um áhrifin til langs tíma. „Tölurnar fyrir síðasta ár sýna að amfetamínið hefur aðeins gefið eftir en kókaín er að fylla skarð þess," segir Þórarinn og segir neyslu örvandi fíkniefna aldrei verið meiri en undanfarin tvö ár. „Það hefur verið hæg aukning frá árinu 2000 en hún er stöðug. Neytendur eru aðallega fólk á aldrinum 20-30 ára og þeir eru þungir, með miklar sýkingar og margir komnir með geðeinkenni vegna neyslunnar," segir Þórarinn. Um verðmyndun á fíkniefnamarkaði segir Þórarinn að honum sýnist sem hún fari eftir verði á hassi. Þannig breytist verð á kókaíni og amfetamíni í réttu hlutfalli við verð á hassi og e-pillu. Þeir sem noti dýrari og sterkari efni eins og kókaín og amfetamín þurfi að selja um tíu skammta af hassi eða e-pillu til þess að fjármagna neyslu sína.
Pólstjörnumálið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira