Íslenskur ríkisborgari á flótta undan bandarískum yfirvöldum í 6 ár Andri Ólafsson skrifar 19. mars 2008 14:31 Róbert Tómasson er íslenskur ríkisborgari, fæddur í Jórdaníu. Íslenskur ríkisborgari, Róbert Tómasson, hefur verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum í ein sex ár en hann á allt að 20 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir Róberti sem og lögreglan í Bakersfield í Kaliforníu en hún varar almenna borgara við að reyna að handsama Róbert þar sem hann er talinn vopnaður og hættulegur. Róbert, sem fæddur er 1. júní 1966 í Nablus í Jórdaníu, gerðist íslenskur ríkisborgari á tíunda áratugnum. Hann er með íslenska kennitölu en eftir að hafa dvalið á Íslandi um nokkurt skeið fluttist hann til Bandaríkjanna árið 1999. Róbert settist að í Bakersfield í Kaliforníu og fékk fljótlega starf sem framkvæmdastjóri Mitsubishi umboðsins í Bakersfield. Í lok árs 2001 var Róbert handtekinn og ákærður fyrir að hafa rænt hinum 33 ára gamla bílasala Rory Bernstein. Að sögn lögreglunnar í Bakersfield er Róberti gefið að sök að hafa farið með Bernstein á afskekktan akur og yfirheyrt hann um samkipti hans við kærustu sína. Róberti grunaði að Bernstein hefði farið á stefnumót með kærustu sinni, Shelly Rodgers, og vildi vita hvað hefði farið þeim á milli. Mikil afbrýðissemi er talin hafa ráðið för Róberts. Lögreglan segir að Róbert hafi í þessari yfirheyrslu lamið Bernstein með skammbyssu og hótað honum öllu illu. Eins og fyrr segir varða þessi brot allt að 20 ára fangelsisvist. Þegar kom að því að rétta í málinu greiddi Róbert tryggingagjald gegn því að honum yrði sleppt úr varðhaldi. Eftir að hafa greitt tryggingarféð lét Róbert sig hins vegar hverfa og hefur ekki spurst til hann síðan. Eftir að hafa reynt að hafa hendur í hári Róberts Tómassonar í mörg ár hafa bandarísk yfirvöld nú fengið alþjóðalögregluna Interpol í lið með sér en á síðu hennar er nú lýst eftir Róberti. Engar upplýsingar hafa fengist um hvort Róbert sé hér á landi, eða hafa reynt að komast til Íslands. Hafi honum tekist það geta bandarísk yfirvöld lítið gert þar sem íslenskum stjórnvöldum er óheimilt að framselja íslenska ríkisborgara. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Íslenskur ríkisborgari, Róbert Tómasson, hefur verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum í ein sex ár en hann á allt að 20 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir Róberti sem og lögreglan í Bakersfield í Kaliforníu en hún varar almenna borgara við að reyna að handsama Róbert þar sem hann er talinn vopnaður og hættulegur. Róbert, sem fæddur er 1. júní 1966 í Nablus í Jórdaníu, gerðist íslenskur ríkisborgari á tíunda áratugnum. Hann er með íslenska kennitölu en eftir að hafa dvalið á Íslandi um nokkurt skeið fluttist hann til Bandaríkjanna árið 1999. Róbert settist að í Bakersfield í Kaliforníu og fékk fljótlega starf sem framkvæmdastjóri Mitsubishi umboðsins í Bakersfield. Í lok árs 2001 var Róbert handtekinn og ákærður fyrir að hafa rænt hinum 33 ára gamla bílasala Rory Bernstein. Að sögn lögreglunnar í Bakersfield er Róberti gefið að sök að hafa farið með Bernstein á afskekktan akur og yfirheyrt hann um samkipti hans við kærustu sína. Róberti grunaði að Bernstein hefði farið á stefnumót með kærustu sinni, Shelly Rodgers, og vildi vita hvað hefði farið þeim á milli. Mikil afbrýðissemi er talin hafa ráðið för Róberts. Lögreglan segir að Róbert hafi í þessari yfirheyrslu lamið Bernstein með skammbyssu og hótað honum öllu illu. Eins og fyrr segir varða þessi brot allt að 20 ára fangelsisvist. Þegar kom að því að rétta í málinu greiddi Róbert tryggingagjald gegn því að honum yrði sleppt úr varðhaldi. Eftir að hafa greitt tryggingarféð lét Róbert sig hins vegar hverfa og hefur ekki spurst til hann síðan. Eftir að hafa reynt að hafa hendur í hári Róberts Tómassonar í mörg ár hafa bandarísk yfirvöld nú fengið alþjóðalögregluna Interpol í lið með sér en á síðu hennar er nú lýst eftir Róberti. Engar upplýsingar hafa fengist um hvort Róbert sé hér á landi, eða hafa reynt að komast til Íslands. Hafi honum tekist það geta bandarísk yfirvöld lítið gert þar sem íslenskum stjórnvöldum er óheimilt að framselja íslenska ríkisborgara.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira