Raikkonen vann í Malasíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2008 08:41 Felipe Massa var með forystuna fyrst um sinn en féll svo úr leik. Nordic Photos / AFP Finninn og heimsmeistarinn Kimi Raikkönen fagnaði sigri í Formúlu 1-keppninni í Malasíu í morgun eftir að félagi hans, Felipe Massa, datt úr leik um miðja keppni. Ferrari-mennirnir voru með örugga forystu alla keppnina en Massa var á ráspól. Hann féll svo úr leik eftir að hann missti stjórn á bílnum sem festist í möl í kjölfarið. Massa hélt forystunni fyrst um sinn en eftir fyrsta þjónustuhléið náði Raikkönen að taka forystusætið af Massa. Hamilton var í fimmta sætinu fyrir fyrsta viðgerðarhléið en mistök á viðgerðarsvæðinu kostuðu hann dýrmætan tíma þar. Eftir þetta var Raikkönen í öruggri forystu og Pólverjinn Robert Kubica fylgdi honum í öðru sæti allt til loka keppninnar. Heikki Kovalainen, ökumaður McLaren, varð í þriðja sæti, Jarno Trulli, Toyota, varð fjórði og Lewis Hamilton varð að gera sér fimmta sætið að góðu. Hamilton fékk þrjú stig í dag sem þýðir að hann er enn með forystu í stigakeppni ökuþóra, með þriggja stiga forystu á Raikkönen. Úrslitin: 1. Kimi Raikkönen, Ferrari 2. Robert Kubica, BMW 3. Heikki Kovalainen, McLaren 4. Jarno Trulli, Toyota 5. Lewis Hamilton, McLaren 6. Nick Heidfeld, BMW 7. Mark Webber, Red Bull 8. Fernando Alonso, Renault 9. David Coulthard, Red Bull 10. Jenson Button, Honda 11. Nelson Piquet, Renault 12. Giancarlo Fisichella, Force India 13. Rubens Barrichello, Honda 14. Nico Rosberg, Williams 15. Anthony Davidson, Super Aguri 16. Takuma Sato, Super Aguri 17. Kazuki Nakajima, Williams Úr leik: Sebastian Vettel, Toro Rosso Adrian Sutil, Force India Timo Glock, Toyota Sebastian Bourdais, Toro Rosso Stigakeppni ökuþóra: 1. Hamilton 14 stig 2. Raikkönen 11 3. Heidfeld 11 4. Kovalainen 10 5. Kubica 8 6. Rosberg 6 7. Alonso 6 8. Truli 5Stigakeppni bílasmiða: 1. McLaren 24 stig 2. BMW 19 3. Ferrari 11 4. Williams 9 5. Renault 6 6. Toyota 5 7. Red Bull 2 8. Toro Rosso 2 Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Finninn og heimsmeistarinn Kimi Raikkönen fagnaði sigri í Formúlu 1-keppninni í Malasíu í morgun eftir að félagi hans, Felipe Massa, datt úr leik um miðja keppni. Ferrari-mennirnir voru með örugga forystu alla keppnina en Massa var á ráspól. Hann féll svo úr leik eftir að hann missti stjórn á bílnum sem festist í möl í kjölfarið. Massa hélt forystunni fyrst um sinn en eftir fyrsta þjónustuhléið náði Raikkönen að taka forystusætið af Massa. Hamilton var í fimmta sætinu fyrir fyrsta viðgerðarhléið en mistök á viðgerðarsvæðinu kostuðu hann dýrmætan tíma þar. Eftir þetta var Raikkönen í öruggri forystu og Pólverjinn Robert Kubica fylgdi honum í öðru sæti allt til loka keppninnar. Heikki Kovalainen, ökumaður McLaren, varð í þriðja sæti, Jarno Trulli, Toyota, varð fjórði og Lewis Hamilton varð að gera sér fimmta sætið að góðu. Hamilton fékk þrjú stig í dag sem þýðir að hann er enn með forystu í stigakeppni ökuþóra, með þriggja stiga forystu á Raikkönen. Úrslitin: 1. Kimi Raikkönen, Ferrari 2. Robert Kubica, BMW 3. Heikki Kovalainen, McLaren 4. Jarno Trulli, Toyota 5. Lewis Hamilton, McLaren 6. Nick Heidfeld, BMW 7. Mark Webber, Red Bull 8. Fernando Alonso, Renault 9. David Coulthard, Red Bull 10. Jenson Button, Honda 11. Nelson Piquet, Renault 12. Giancarlo Fisichella, Force India 13. Rubens Barrichello, Honda 14. Nico Rosberg, Williams 15. Anthony Davidson, Super Aguri 16. Takuma Sato, Super Aguri 17. Kazuki Nakajima, Williams Úr leik: Sebastian Vettel, Toro Rosso Adrian Sutil, Force India Timo Glock, Toyota Sebastian Bourdais, Toro Rosso Stigakeppni ökuþóra: 1. Hamilton 14 stig 2. Raikkönen 11 3. Heidfeld 11 4. Kovalainen 10 5. Kubica 8 6. Rosberg 6 7. Alonso 6 8. Truli 5Stigakeppni bílasmiða: 1. McLaren 24 stig 2. BMW 19 3. Ferrari 11 4. Williams 9 5. Renault 6 6. Toyota 5 7. Red Bull 2 8. Toro Rosso 2
Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira