NBA í nótt: New Orleans vann Boston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2008 10:42 Jannero Pargo átti gríðarlega góðan leik fyrir New Orleans í nótt. Nordic Photos / Getty Images New Orleans minnti rækilega á sig í nótt er liðið vann góðan sigur á Boston, 113-106, þrátt fyrir að hafa lent fimmtán stigum undir snemma í leiknum. Boston var nýbúið að ganga frá öllum liðunum í Texas á útivelli - Dallas, Houston og San Antonio - en varð að játa sig sigraða fyrir New Orleans á útivelli í nótt. Boston var með þægilega forystu allt fram í þriðja leikhluta. Í þeim fjórða virtust leikmenn liðsins einfaldlega orðnir þreyttir og varamenn New Orleans gengu á lagið. Sérstaklega voru þeir Jennero Pargo Bonzi Wells vel en sá síðarnefndi var með tólf stig og átta stolna bolta. Boston skoraði aðeins sautján stig í fjórða leikhluta. Pargo var með fimmtán stig og sex stoðsendingar en stigahæstur var David West með 37 stig. Chris Paul lék í aðeins 29 mínútur vegna villuvandræða en skoraði samt nítján stig. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 28 stig en Rajon Rondo kom næstur með 23 stig. Phoenix vann Houston, 122-113, þar sem Amare Stoudemire skoraði 38 stig. Shaquille O'Neal átti einnig góðan leik og skoraði 23 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst, rétt eins og Stoudemire. Phoenix náði sautján stiga forystu strax í fyrsta leikhluta og létu hana aldrei af hendi. Tracy McGrady var stigahæstur leikmanna Houston með 30 stig og Luis Scola kom næstur með sextán stig. Houston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum eftir sigurgönguna löngu. Utah vann Seattle, 115-101. Carlos Boozer var með 26 stig og fráköst en Mehmet Okur skoraði 24 stig, þar af nítján í seinni hálfleik, auk þess sem hann tók tíu fráköst. Philadelphia vann New Jersey, 91-87. Andre Iguodala skoraði 28 stig, þar af tíu í fjórða leikhluta en New Jersey hafði sjö stiga forystu í upphafi lokaleikhlutans. Samuel Dalbert var með ellefu stig, átján fráköst og fimm varin skot. Atlanta vann Orlando, 98-90, og hafði þar með áttunda sætið af New Jersey í Austurdeildinni um stundarsakir að minnsta kosti. Joe Johnson skoraði 34 stig og Mike Bibby 20. Charlotte vann Miami, 94-82. Gerald Wallace skoraði 26 stig og Jason Richardson 24 í fyrsta sigri liðsins í síðustu sex leikjum þess. Miami er sem fyrr með versta árangurinn í NBA-deildinni og hefur nú tapað þremur í röð. Memphis vann Sacramento, 117-111. Rudy Gay var með 24 stig og sjö fráköst en Juan Carlos Navarro skoraði helming sinna 22 stiga í fjórða leikhluta. Minnesota vann New York, 114-93. Ryan Gomes skoraði 26 stig og varamaðurinn Rashad McCants bætti við 24 stigum. Meðal þeirra sem voru fjarverandi hja´New York voru Zach Randolph, Nate Robinson, Stephon Marbury og Eddy Curry. Indiana vann Chicago, 108-101. Mike Dunleavy skoraði 25 stig og Troy Murphy bætti við 24 stigum. Milwaukee vann Cleveland, 108-98, og batt þar með enda á sex leikja taphrinu liðsins. Mo Williams var með 29 stig fyrir Milwaukee sem og LeBron James hjá Cleveland. Portland vann LA Clippers, 83-72. Joel Przybilla skoraði 24 stig auk þess sem hann tók 25 fráköst sem er persónulegt met hjá honum. Brandon Roy skoraði 23 stig. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
New Orleans minnti rækilega á sig í nótt er liðið vann góðan sigur á Boston, 113-106, þrátt fyrir að hafa lent fimmtán stigum undir snemma í leiknum. Boston var nýbúið að ganga frá öllum liðunum í Texas á útivelli - Dallas, Houston og San Antonio - en varð að játa sig sigraða fyrir New Orleans á útivelli í nótt. Boston var með þægilega forystu allt fram í þriðja leikhluta. Í þeim fjórða virtust leikmenn liðsins einfaldlega orðnir þreyttir og varamenn New Orleans gengu á lagið. Sérstaklega voru þeir Jennero Pargo Bonzi Wells vel en sá síðarnefndi var með tólf stig og átta stolna bolta. Boston skoraði aðeins sautján stig í fjórða leikhluta. Pargo var með fimmtán stig og sex stoðsendingar en stigahæstur var David West með 37 stig. Chris Paul lék í aðeins 29 mínútur vegna villuvandræða en skoraði samt nítján stig. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 28 stig en Rajon Rondo kom næstur með 23 stig. Phoenix vann Houston, 122-113, þar sem Amare Stoudemire skoraði 38 stig. Shaquille O'Neal átti einnig góðan leik og skoraði 23 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst, rétt eins og Stoudemire. Phoenix náði sautján stiga forystu strax í fyrsta leikhluta og létu hana aldrei af hendi. Tracy McGrady var stigahæstur leikmanna Houston með 30 stig og Luis Scola kom næstur með sextán stig. Houston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum eftir sigurgönguna löngu. Utah vann Seattle, 115-101. Carlos Boozer var með 26 stig og fráköst en Mehmet Okur skoraði 24 stig, þar af nítján í seinni hálfleik, auk þess sem hann tók tíu fráköst. Philadelphia vann New Jersey, 91-87. Andre Iguodala skoraði 28 stig, þar af tíu í fjórða leikhluta en New Jersey hafði sjö stiga forystu í upphafi lokaleikhlutans. Samuel Dalbert var með ellefu stig, átján fráköst og fimm varin skot. Atlanta vann Orlando, 98-90, og hafði þar með áttunda sætið af New Jersey í Austurdeildinni um stundarsakir að minnsta kosti. Joe Johnson skoraði 34 stig og Mike Bibby 20. Charlotte vann Miami, 94-82. Gerald Wallace skoraði 26 stig og Jason Richardson 24 í fyrsta sigri liðsins í síðustu sex leikjum þess. Miami er sem fyrr með versta árangurinn í NBA-deildinni og hefur nú tapað þremur í röð. Memphis vann Sacramento, 117-111. Rudy Gay var með 24 stig og sjö fráköst en Juan Carlos Navarro skoraði helming sinna 22 stiga í fjórða leikhluta. Minnesota vann New York, 114-93. Ryan Gomes skoraði 26 stig og varamaðurinn Rashad McCants bætti við 24 stigum. Meðal þeirra sem voru fjarverandi hja´New York voru Zach Randolph, Nate Robinson, Stephon Marbury og Eddy Curry. Indiana vann Chicago, 108-101. Mike Dunleavy skoraði 25 stig og Troy Murphy bætti við 24 stigum. Milwaukee vann Cleveland, 108-98, og batt þar með enda á sex leikja taphrinu liðsins. Mo Williams var með 29 stig fyrir Milwaukee sem og LeBron James hjá Cleveland. Portland vann LA Clippers, 83-72. Joel Przybilla skoraði 24 stig auk þess sem hann tók 25 fráköst sem er persónulegt met hjá honum. Brandon Roy skoraði 23 stig. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira