Ron Dennis, yfirmaður McLaren liðsins, segir að Heikki Kovalainen hafi verið brotinn niður hjá Renault en McLaren hafi byggt hann upp á ný og fært honum sjálfstraust.
Það hefur lengi andað köldu á milli Dennis og Flavio Britatore hjá Renault og orð hans koma því ekki sérlega á óvart.
„Kovalainen á eftir að veita Lewis Hamilton verulega samkeppni eftir nokkur mót. Hamilton gerir sér grein fyrir þessu og þeir grínast með þessa staðreynd og það fer vel á með þeim", sagði Dennis í samtali við breskan fjölmiðil.
Nánar á kappakstur.is