Körfubolti

Minnesota burstaði Detroit

Randy Foye var Detroit erfiður í nótt og hér reynir hann skot yfir Allen Iverson
Randy Foye var Detroit erfiður í nótt og hér reynir hann skot yfir Allen Iverson NordicPhotos/GettyImages

Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Minnesota vann fyrsta útisigur sinn á leiktíðinni þegar það vann óvæntan stórsigur á Detroit 106-80.

Randy Foye var allt í öllu hjá Minnesota og skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar, en Tayshaun Prince skoraði 20 fyrir Detroit. Detroit hefur nú unnið fjóra en tapað fimm leikjum síðan Allen Iverson kom til liðsins.

Boston vann 118-103 sigur á Toronto á útivelli og vann þar með fimmta leikinn í röð. Ray Allen var stigahæstur gestanna með 21 stig en Chris Bosh skoraði 24 stig fyrir Kanadaliðið.

Philadelphia lagði Golden State á heimavelli 89-81. Elton Brand skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst fyrir Philadelphia en Kelenna Azubuike skoraði 16 fyrir gestina.

Denver lagði Chicago 114-101 á heimavelli með miklum og góðum lokaspretti þar sem liðið vann fjórða leikhlutann 31-16. Kenyon Martin skoraði 26 stig fyrir Denver en Ben Gordon skoraði 28 fyrir Chicago.

Loks vann LA Lakers 118-108 sigur á meiðslum hrjáðu liði Sacramento í Los Angeles. Kobe Bryant skoraði 24 stig fyrir Lakers en John Salmons 24 fyrir Sacramento.

Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA deildinni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×