Evrópsk bjartsýni hækkar Kaupþing 1. október 2008 09:06 Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson. Mynd/GVA Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur hækkað um 1,3 prósent í dag. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum það sem af er dags eftir skell víða um heim í gær, að Bandaríkjunum undanskildum. Hækkunin á helstu mörkuðum í dag skýrist af bjartsýni fjárfesta á að fulltrúaþing Bandaríkjaþings samþykki björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar eftir að hafa fellt þær á mánudag. Afleiðingar þess skiluðu sér í miklu verðfalli víða um heim. Björgunaraðgerðir stjórnvalda fela í sér stofnun nokkurs konar ruslasjóðs sem kaupa muni verðlausar eignir bandarískra banka og fjármálafyrirtækja sem tengjast þarlendum fasteignalánum fyrir 700 milljarða Bandaríkjadala. Kosið verður um málið vestanhafs í dag. FTSE-vísitalan hefur hækkað um 1,8 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi hækkað um 0,08 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi hækkað um 0,75 prósent. OMX-40 vísitalan hefur hækkað um 2,69 prósent. Þar af hefur C-20 vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku hækkað um 2,8 prósent, vísitalan í Stokkhólmi í Svíþjóð hækkað um 1,3 prósent og sú í Helsinki í Finnlandi farið upp um 2,53 prósent. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur hækkað um 1,3 prósent í dag. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum það sem af er dags eftir skell víða um heim í gær, að Bandaríkjunum undanskildum. Hækkunin á helstu mörkuðum í dag skýrist af bjartsýni fjárfesta á að fulltrúaþing Bandaríkjaþings samþykki björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar eftir að hafa fellt þær á mánudag. Afleiðingar þess skiluðu sér í miklu verðfalli víða um heim. Björgunaraðgerðir stjórnvalda fela í sér stofnun nokkurs konar ruslasjóðs sem kaupa muni verðlausar eignir bandarískra banka og fjármálafyrirtækja sem tengjast þarlendum fasteignalánum fyrir 700 milljarða Bandaríkjadala. Kosið verður um málið vestanhafs í dag. FTSE-vísitalan hefur hækkað um 1,8 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi hækkað um 0,08 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi hækkað um 0,75 prósent. OMX-40 vísitalan hefur hækkað um 2,69 prósent. Þar af hefur C-20 vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku hækkað um 2,8 prósent, vísitalan í Stokkhólmi í Svíþjóð hækkað um 1,3 prósent og sú í Helsinki í Finnlandi farið upp um 2,53 prósent.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira