Lakers taplaust í úrslitakeppninni 8. maí 2008 09:37 NordcPhotos/GettyImages Lið Los Angeles Lakers vann í nótt 120-110 sigur á Utah í öðrum leik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA og hefur 2-0 forystu í einvíginu. Orlando rétti hlut sinn gegn Detroit. Kobe Bryant var heiðraður sérstaklega fyrir leikinn í gær, en hann var útnefndur verðmætasti leikmaður ársins í deildarkeppninni. Bryant tók við verðlaununum úr höndum forseta deildarinnar og hófst svo handa við að skjóta lið Utah í kaf alveg eins og í fyrri leiknum. Bryant skoraði 34 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar fyrir Lakers, Derek Fisher 22, Pau Gasol 20 og Lamar Odom 19 stig og 16 fráköst. Lakers liðið nýtti 57% skota sinna í leiknum og fór 22 sinnum oftar á vítalínuna en gestirnir. Deron Williams skoraði 25 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Utah og Paul Milsap skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst. Carlos Boozer skoraði 10 stig fyrir Utah og var í villuvandræðum í leiknum. Lakers liðið hefur nú unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni og virðist til alls líklegt. Lið undir stjórn Phil Jackson hafa aldrei tapað seríu í úrslitakeppni eftir að hafa unnið fyrsta leik. Næstu tveir leikir í einvíginu fara fram í Utah og verður þriðji leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport aðfaranótt laugardags um klukkan eitt. Orlando lagði Detroit Orlando lagaði stöðu sína í einvígi sínu gegn Detroit með 111-86 sigri á heimavelli í nótt og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. Detroit varð fyrir miklu áfalli þegar leikstjórnandinn Chauncey Billups tognaði í aftanverðu læri strax í byrjun leiks og gat ekki spilað meira. Ekki er útilokað að hann spili fjórða leikinn á laugardaginn. Rashard Lewis átti sinn besta leik í úrslitakeppni fyrir Orlando og skoraði 33 stig, Dwight Howard skoraði 20 stig, hirti 12 fráköst og varði 6 skot og þeir Jameer Nelson og Hedo Turkoglu skoruðu 18 stig hvor. Orlando hafði forystu nær allan leikinn en vann lokaleikhlutann 38-17 og tryggði sér þar nokkur öruggan sigur. Detroit hafði unnið níu leiki í röð gegn Orlando í úrslitakeppni, sem var fjórða lengsta sigurganga þeirrar tegundar í sögu NBA. Hjá Detroit var Rip Hamilton sitgahæstur með 24 stig , Tayshaun Prince 22 stig og Rodney Stuckey skoraði 19 stig þegar hann leysti Billups af hólmi. NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
Lið Los Angeles Lakers vann í nótt 120-110 sigur á Utah í öðrum leik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA og hefur 2-0 forystu í einvíginu. Orlando rétti hlut sinn gegn Detroit. Kobe Bryant var heiðraður sérstaklega fyrir leikinn í gær, en hann var útnefndur verðmætasti leikmaður ársins í deildarkeppninni. Bryant tók við verðlaununum úr höndum forseta deildarinnar og hófst svo handa við að skjóta lið Utah í kaf alveg eins og í fyrri leiknum. Bryant skoraði 34 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar fyrir Lakers, Derek Fisher 22, Pau Gasol 20 og Lamar Odom 19 stig og 16 fráköst. Lakers liðið nýtti 57% skota sinna í leiknum og fór 22 sinnum oftar á vítalínuna en gestirnir. Deron Williams skoraði 25 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Utah og Paul Milsap skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst. Carlos Boozer skoraði 10 stig fyrir Utah og var í villuvandræðum í leiknum. Lakers liðið hefur nú unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni og virðist til alls líklegt. Lið undir stjórn Phil Jackson hafa aldrei tapað seríu í úrslitakeppni eftir að hafa unnið fyrsta leik. Næstu tveir leikir í einvíginu fara fram í Utah og verður þriðji leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport aðfaranótt laugardags um klukkan eitt. Orlando lagði Detroit Orlando lagaði stöðu sína í einvígi sínu gegn Detroit með 111-86 sigri á heimavelli í nótt og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. Detroit varð fyrir miklu áfalli þegar leikstjórnandinn Chauncey Billups tognaði í aftanverðu læri strax í byrjun leiks og gat ekki spilað meira. Ekki er útilokað að hann spili fjórða leikinn á laugardaginn. Rashard Lewis átti sinn besta leik í úrslitakeppni fyrir Orlando og skoraði 33 stig, Dwight Howard skoraði 20 stig, hirti 12 fráköst og varði 6 skot og þeir Jameer Nelson og Hedo Turkoglu skoruðu 18 stig hvor. Orlando hafði forystu nær allan leikinn en vann lokaleikhlutann 38-17 og tryggði sér þar nokkur öruggan sigur. Detroit hafði unnið níu leiki í röð gegn Orlando í úrslitakeppni, sem var fjórða lengsta sigurganga þeirrar tegundar í sögu NBA. Hjá Detroit var Rip Hamilton sitgahæstur með 24 stig , Tayshaun Prince 22 stig og Rodney Stuckey skoraði 19 stig þegar hann leysti Billups af hólmi.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira