Íslenski boltinn

Leiknir lagði Víking

Elvar Geir Magnússon skrifar
Stjarnan og Leiknir unnu bæði góða sigra í dag. Mynd/Leiknir.com
Stjarnan og Leiknir unnu bæði góða sigra í dag. Mynd/Leiknir.com

Leiknir úr Breiðholti vann í dag sinn fyrsta sigur í 1. deildinni þetta tímabilið þegar liðið vann 1-0 sigur á Víkingi Reykjavík. Daninn Rune Koertz skoraði eina mark leiksins. Fimm leikir voru í deildinni í dag.

Atli Heimisson tryggði ÍBV 1-0 sigur á KA en ÍBV er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar, 21 stig. Selfoss er í öðru sæti með fjórtán stig en liðið á leik inni gegn Njarðvík á morgun.

Stjarnan er með fjórtán stig líkt og Selfoss en Garðabæjarliðið vann 3-0 sigur á Víkingi Ólafsvík í dag. Haukar unnu 4-1 útisigur á KS/Leiftri og Þór Akureyri vann 1-0 sigur á Fjarðabyggð.

KS/Leiftur er á botni deildarinnar með tvö stig en þar fyrir ofan eru Njarðvík og Leiknir með fimm stig. Víkingur Reykjavík er með sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×