Frábær sigur á Rússum - Myndir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. ágúst 2008 04:21 Snorri Steinn Guðjónsson átti stórleik með íslenska liðinu og skoraði tólf mörk. Mynd/Vilhelm Íslenska handboltalandsliðið fékk óskabyrjun á Ólympíuleikunum í Peking með því að vinna sigur á Rússum, 33-31. Ísland náði snemma frumkvæðinu í leiknum og náðu Rússar aldrei yfirhöndinni. Þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka var forysta Íslands orðin sjö mörk en liðið hleypti þá Rússum óþarflega nálægt sér. Arnór Atlason skoraði svo markið sem gulltryggði endanlega sigur íslenska liðsins þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka og breytti stöðunni í 32-28. Tölfræði leiksins má finna neðst í greininni. Rússarnir voru greinilega langt frá sínu besta og markvarsla beggja liða var af afar skornum skammti í fyrri hálfleik. En íslenski sóknarleikurinn auk góðrar frammistöðu Björgvins Páls Gústavssonar í síðari hálfleik varð til þess að góður sigur íslenska liðsins varð niðurstaðan. Snorri Steinn Guðjónsson átti stórleik og skoraði tólf mörk, þar af sex úr vítum. Hann nýtti öll skotin sín í leiknum. Auk hans áttu Arnór, Alexander Petersson og Ólafur Stefánsson skínandi góðan leik eins og reyndar liðið allt. Sturla Ásgeirsson átti til að mynda afar sterka innkomu í vinstra hornið í fjarveru Guðjóns Vals Sigurðssonar sem á við meiðsli að stríða. Byrjunin á leiknum var svolítið stirð en íslenska liðið var fljótt að hrista stressið af sér og komst í 4-1 forystu. Rússar náðu þó fljótlega að svara fyrir sig og minnkuðu muninn í 5-4. Þannig gekk þetta lengst af. Ísland komst í 3-5 marka forystu en Rússar náðu alltaf að minnka muninn aftur og halda sér þannig inn í leiknum. Þeir rússnesku gerðu þó gríðarlega mikið af tæknifeilum í sínum sóknarleik og töpuðu mörgum boltum. Munurinn í hálfleik var þrjú mörk, 19-16. Ísland skoraði fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik en aftur svöruðu Rússar fyrir sig og breyttu stöðunni í 22-21. Þá fór Björgvin í gang, varði tvö skot í röð og íslenska sóknin gekk á lagið og komst aftur í fimm marka forystu. Eftir það varði Björgvin mörg mikilvæg skot og átti ríkan þátt í því að Ísland náði sjö marka forystu þegar rúmar fimm mínútur voru eftir og sigurinn nánast tryggður. En Ísland gerði þá þau mistök að slaka á klónni og Rússarnir náðu að koma sér hálfpartinn í leikinn á ný. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka og íslensku leikmennirnir kláruðu einfaldlega leikinn. Tölfræði leiksins: Ísland - Rússland 33-31 (19-16) Gangur leiksins: 1-0, 4-1, 5-4, 7-5, 8-8, 10-9, 13-9, 15-13, 18-14, (19-16), 21-16, 22-21, 26-21, 28-24, 31-24, 31-28, 32-28, 32-30, 33-31. Mörk Íslands (skot): Snorri Steinn Guðjónsson 12/6 (12/6) Alexander Petersson 6 (10) Arnór Atlason 6 (12) Sturla Ásgeirsson 3 (4) Ólafur Stefánsson 3 (7/1) Róbert Gunnarsson 2 (4) Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (1) Logi Geirsson (2) Skotnýting: 33/50, 66% Vítanýting: Skorað úr 6 af 7. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 9 (33/5, 27%, 50 mínútur) Hreiðar Guðmundsson 0 (7/2, 10 mínútur) Mörk úr hraðaupphlaupum: 5 (Arnór 2, Alexander 2 og Ásgeir 1). Fiskuð víti: Róbert 3, Alexander 1, Ólafur 1, Snorri Steinn 1 og Arnór 1. Utan vallar: 6 mínútur. Markahæstir hjá Rússlandi: Konstantin Igropulo 9/5 Alexander Cherniovanov 5 Alexey Rastvortsev 4 Eduard Koksharov 4/2 Skotnýting: 31/46, 68% Vítanýting: Skorað úr 7 af 7. Varin skot: Oleg Grams 8 (40/6, 18%) Mörk úr hraðaupphlaupum: 6. Utan vallar: 12 mínútur. Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og maður hennar Kristján Arason handboltakappi hvetja strákana áfram. Vilhelm GunnarssonMarkverðirnir ráða ráðum sínum. Vilhelm GunnarssonÓlafur Stefánsson undrast á ákvörðun dómarans. Vilhelm GunnarssonRóbert Gunnarsson var öflugur á línunni. Vilhelm GunnarssonRússar rétt fyrir leik. Vilhelm GunnarssonSnorri Steinn Guðjónsson fagnar einu af tólf mörkunum sem hann gerði í leiknum. Vilhelm GunnarssonSnorri Steinn í sókn. Vilhelm GunnarssonEinar Þorvarðarson fagnar með Snorra Steini. Vilhelm GunnarssonÓlafur Stefánsson undirbýr skot að marki.Nordic Photos / AFPSturla Ásgeirsson faðmar Ólaf að sér eftir leikinn.Nordic Photos / AFPAlexander Petersson átti stórleik og fagnar hér einu af mörkunum sínum í leiknum.Nordic Photos / AFPArnór Atlason átti einnig gríðarlega góðan leik fyrir íslenska liðið og hér fagnar hann einu af sínum mörkum.Nordic Photos / AFPAlexander tekur skot að marki.Nordic Photos / AFPMarkverðirnir Hreiðar Guðmundsson og Björgvin Páll Gústavsson fagna eftir leik.Nordic Photos / AFPÓlafur Stefánsson var oft í strangri gæslu hjá rússnesku varnarmönnunum sem réðu reyndar illa við íslenska sóknarleikinn.Nordic Photos / AFPArnór átti margar góðar stoðsendingar í leiknum fyrir utan mörkin sem hann skoraði.Nordic Photos / AFP Handbolti Tengdar fréttir Arnór: Eigum mikið inni „Það er tilbreyting að vera ekki búinn að mála sig út í horn eftir fyrsta leik,“ sagði Arnór Atlason brosandi eftir leik. Arnór átti ágætan leik, mistækur á köflum en læt það ekki slá sig út af laginu, hélt áfram að vera grimmur og skilaði mjög góðum mörkum og þar á meðal markinu sem endanlega kláraði leikinn. 10. ágúst 2008 10:44 Ólafur: Vinnum ekki Rússa á hverjum degi Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, segir að allir leikmenn hafi lagt sitt af mörkum í sigri Íslands á Rússlandi í nótt. 10. ágúst 2008 10:37 Björgvin: Draumur að taka þátt Björgvin Páll Gústavsson átti fínan síðari hálfleik í íslenska markinu í gær. Varði mikilvæg skot á góðum tímum. Þetta var fyrsti leikur Björgvins á stórmóti og frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. 10. ágúst 2008 10:47 Róbert: Snorri átti stórleik „Við gáfum rétta tóninn hér strax í fyrsta leik. Þetta var virkilega skemmtilegur leikur og allir voru að gefa sig hundrað prósent í verkefnið,“ sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson við Vísi eftir leik í nótt. 10. ágúst 2008 10:42 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið fékk óskabyrjun á Ólympíuleikunum í Peking með því að vinna sigur á Rússum, 33-31. Ísland náði snemma frumkvæðinu í leiknum og náðu Rússar aldrei yfirhöndinni. Þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka var forysta Íslands orðin sjö mörk en liðið hleypti þá Rússum óþarflega nálægt sér. Arnór Atlason skoraði svo markið sem gulltryggði endanlega sigur íslenska liðsins þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka og breytti stöðunni í 32-28. Tölfræði leiksins má finna neðst í greininni. Rússarnir voru greinilega langt frá sínu besta og markvarsla beggja liða var af afar skornum skammti í fyrri hálfleik. En íslenski sóknarleikurinn auk góðrar frammistöðu Björgvins Páls Gústavssonar í síðari hálfleik varð til þess að góður sigur íslenska liðsins varð niðurstaðan. Snorri Steinn Guðjónsson átti stórleik og skoraði tólf mörk, þar af sex úr vítum. Hann nýtti öll skotin sín í leiknum. Auk hans áttu Arnór, Alexander Petersson og Ólafur Stefánsson skínandi góðan leik eins og reyndar liðið allt. Sturla Ásgeirsson átti til að mynda afar sterka innkomu í vinstra hornið í fjarveru Guðjóns Vals Sigurðssonar sem á við meiðsli að stríða. Byrjunin á leiknum var svolítið stirð en íslenska liðið var fljótt að hrista stressið af sér og komst í 4-1 forystu. Rússar náðu þó fljótlega að svara fyrir sig og minnkuðu muninn í 5-4. Þannig gekk þetta lengst af. Ísland komst í 3-5 marka forystu en Rússar náðu alltaf að minnka muninn aftur og halda sér þannig inn í leiknum. Þeir rússnesku gerðu þó gríðarlega mikið af tæknifeilum í sínum sóknarleik og töpuðu mörgum boltum. Munurinn í hálfleik var þrjú mörk, 19-16. Ísland skoraði fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik en aftur svöruðu Rússar fyrir sig og breyttu stöðunni í 22-21. Þá fór Björgvin í gang, varði tvö skot í röð og íslenska sóknin gekk á lagið og komst aftur í fimm marka forystu. Eftir það varði Björgvin mörg mikilvæg skot og átti ríkan þátt í því að Ísland náði sjö marka forystu þegar rúmar fimm mínútur voru eftir og sigurinn nánast tryggður. En Ísland gerði þá þau mistök að slaka á klónni og Rússarnir náðu að koma sér hálfpartinn í leikinn á ný. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka og íslensku leikmennirnir kláruðu einfaldlega leikinn. Tölfræði leiksins: Ísland - Rússland 33-31 (19-16) Gangur leiksins: 1-0, 4-1, 5-4, 7-5, 8-8, 10-9, 13-9, 15-13, 18-14, (19-16), 21-16, 22-21, 26-21, 28-24, 31-24, 31-28, 32-28, 32-30, 33-31. Mörk Íslands (skot): Snorri Steinn Guðjónsson 12/6 (12/6) Alexander Petersson 6 (10) Arnór Atlason 6 (12) Sturla Ásgeirsson 3 (4) Ólafur Stefánsson 3 (7/1) Róbert Gunnarsson 2 (4) Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (1) Logi Geirsson (2) Skotnýting: 33/50, 66% Vítanýting: Skorað úr 6 af 7. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 9 (33/5, 27%, 50 mínútur) Hreiðar Guðmundsson 0 (7/2, 10 mínútur) Mörk úr hraðaupphlaupum: 5 (Arnór 2, Alexander 2 og Ásgeir 1). Fiskuð víti: Róbert 3, Alexander 1, Ólafur 1, Snorri Steinn 1 og Arnór 1. Utan vallar: 6 mínútur. Markahæstir hjá Rússlandi: Konstantin Igropulo 9/5 Alexander Cherniovanov 5 Alexey Rastvortsev 4 Eduard Koksharov 4/2 Skotnýting: 31/46, 68% Vítanýting: Skorað úr 7 af 7. Varin skot: Oleg Grams 8 (40/6, 18%) Mörk úr hraðaupphlaupum: 6. Utan vallar: 12 mínútur. Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og maður hennar Kristján Arason handboltakappi hvetja strákana áfram. Vilhelm GunnarssonMarkverðirnir ráða ráðum sínum. Vilhelm GunnarssonÓlafur Stefánsson undrast á ákvörðun dómarans. Vilhelm GunnarssonRóbert Gunnarsson var öflugur á línunni. Vilhelm GunnarssonRússar rétt fyrir leik. Vilhelm GunnarssonSnorri Steinn Guðjónsson fagnar einu af tólf mörkunum sem hann gerði í leiknum. Vilhelm GunnarssonSnorri Steinn í sókn. Vilhelm GunnarssonEinar Þorvarðarson fagnar með Snorra Steini. Vilhelm GunnarssonÓlafur Stefánsson undirbýr skot að marki.Nordic Photos / AFPSturla Ásgeirsson faðmar Ólaf að sér eftir leikinn.Nordic Photos / AFPAlexander Petersson átti stórleik og fagnar hér einu af mörkunum sínum í leiknum.Nordic Photos / AFPArnór Atlason átti einnig gríðarlega góðan leik fyrir íslenska liðið og hér fagnar hann einu af sínum mörkum.Nordic Photos / AFPAlexander tekur skot að marki.Nordic Photos / AFPMarkverðirnir Hreiðar Guðmundsson og Björgvin Páll Gústavsson fagna eftir leik.Nordic Photos / AFPÓlafur Stefánsson var oft í strangri gæslu hjá rússnesku varnarmönnunum sem réðu reyndar illa við íslenska sóknarleikinn.Nordic Photos / AFPArnór átti margar góðar stoðsendingar í leiknum fyrir utan mörkin sem hann skoraði.Nordic Photos / AFP
Handbolti Tengdar fréttir Arnór: Eigum mikið inni „Það er tilbreyting að vera ekki búinn að mála sig út í horn eftir fyrsta leik,“ sagði Arnór Atlason brosandi eftir leik. Arnór átti ágætan leik, mistækur á köflum en læt það ekki slá sig út af laginu, hélt áfram að vera grimmur og skilaði mjög góðum mörkum og þar á meðal markinu sem endanlega kláraði leikinn. 10. ágúst 2008 10:44 Ólafur: Vinnum ekki Rússa á hverjum degi Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, segir að allir leikmenn hafi lagt sitt af mörkum í sigri Íslands á Rússlandi í nótt. 10. ágúst 2008 10:37 Björgvin: Draumur að taka þátt Björgvin Páll Gústavsson átti fínan síðari hálfleik í íslenska markinu í gær. Varði mikilvæg skot á góðum tímum. Þetta var fyrsti leikur Björgvins á stórmóti og frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. 10. ágúst 2008 10:47 Róbert: Snorri átti stórleik „Við gáfum rétta tóninn hér strax í fyrsta leik. Þetta var virkilega skemmtilegur leikur og allir voru að gefa sig hundrað prósent í verkefnið,“ sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson við Vísi eftir leik í nótt. 10. ágúst 2008 10:42 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Arnór: Eigum mikið inni „Það er tilbreyting að vera ekki búinn að mála sig út í horn eftir fyrsta leik,“ sagði Arnór Atlason brosandi eftir leik. Arnór átti ágætan leik, mistækur á köflum en læt það ekki slá sig út af laginu, hélt áfram að vera grimmur og skilaði mjög góðum mörkum og þar á meðal markinu sem endanlega kláraði leikinn. 10. ágúst 2008 10:44
Ólafur: Vinnum ekki Rússa á hverjum degi Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, segir að allir leikmenn hafi lagt sitt af mörkum í sigri Íslands á Rússlandi í nótt. 10. ágúst 2008 10:37
Björgvin: Draumur að taka þátt Björgvin Páll Gústavsson átti fínan síðari hálfleik í íslenska markinu í gær. Varði mikilvæg skot á góðum tímum. Þetta var fyrsti leikur Björgvins á stórmóti og frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. 10. ágúst 2008 10:47
Róbert: Snorri átti stórleik „Við gáfum rétta tóninn hér strax í fyrsta leik. Þetta var virkilega skemmtilegur leikur og allir voru að gefa sig hundrað prósent í verkefnið,“ sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson við Vísi eftir leik í nótt. 10. ágúst 2008 10:42