Gengi hlutabréfa í Teymi féll um tíu prósent í Kauphölllinni á fremur rauðum degi í morgun. Það jafnaði sig lítillega en lækkun bréfa í félaginu nemur nú 8,3 prósentum. Gengi bréfa í því féll um 13 prósent í gær og nemur heildarlækkunin því rúmu 21 prósenti á tveimur dögum.
Eik banki fylgir fast á hæla Teymis en gengi félagsins hefur fallið um 4,6 prósent. Þá hefur gengi bréfa í Existu lækkað um 3,5 prósent. Atorka hefur á sama tíma fallið um 2,2 prósent en bréf Marels og Kaupþings um rúmt prósentustig. Önnur félög hafa lækkað minna.
Gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hefur hins vegar hækkað um 1,34 prósent í dag.
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,2 prósent og stendur vísitalan í 4.076 stigum.