Hættulegir varnarveggir hræða ökumenn 26. september 2008 08:35 Tæknimenn Williams vinna að undirbúningi fyrir fyrstu æfingu keppnisliða sem er í dag kl. 11.00. Ekið verður á flóðlýstri braut. Nordic Photos / AFP Nokkrir ökumenn sem keppa í Formúlu 1 mótinu í Síngapúr um helgina telja nokkra hættu á ferðum í einni af erfiðari beygjum brautarinnar. Þeir hafa beðið FIA að skoða málið, en nýstárleg útfærsla á köntum í kröppum hlykk í brautinni, í sjöundu beygju hefur vaxið ökumönnum í augum. Þeir taka fyrsta sprettinn á brautinni í dag. „Það er alveg ljóst að ef ökumenn ná ekki að halda réttri aksturslínu í gegnum beygjuna, þá skella þeir á risavöxnum köntunum og stýra beint á vegg. Það er ekki til að auka öryggi okkar," sagði Jenson Button eftir að hafa labbað brautina. FIA hefur verið að skoða málið í nótt, en Fernando Alonso samsinnir Button. „Það er veruleg hætta á að skemma bílanna í sjöundu beygjunni og ef bílarnir skemmast, þá er eins gott að pakka saman og fara heim. Það er skrítin lausn sem var fundin á því að varna því að menn skeri beygjuna," sagði Alonso. Settir voru lágvaxnar en harðgerar kúlur á kantanna, en eins og menn muna fékk Lewis Hamilton refsingu á dögunum fyrir að stytta sér leið gegnum krappa beygju á Spa brautinni. En varnaraðgerð skipuleggjenda í Singapúr virðist ekki falla í kramið. Tæknimenn liðanna hafa undirbúið sig í nótt fyrir átökin í Singapúr, en fyrstu æfingar eru kl. 11.00 og 13.25 í dag og eru þær sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. NÝTT: Skipuleggjendur mótsins í Singapúr létu breyta kantsteinum við tíundu beygju brautarinnar fyrir fyrstu æfingu keppnisliða í dag. Sjá brautarlýsingu frá Singapúr Formúla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Nokkrir ökumenn sem keppa í Formúlu 1 mótinu í Síngapúr um helgina telja nokkra hættu á ferðum í einni af erfiðari beygjum brautarinnar. Þeir hafa beðið FIA að skoða málið, en nýstárleg útfærsla á köntum í kröppum hlykk í brautinni, í sjöundu beygju hefur vaxið ökumönnum í augum. Þeir taka fyrsta sprettinn á brautinni í dag. „Það er alveg ljóst að ef ökumenn ná ekki að halda réttri aksturslínu í gegnum beygjuna, þá skella þeir á risavöxnum köntunum og stýra beint á vegg. Það er ekki til að auka öryggi okkar," sagði Jenson Button eftir að hafa labbað brautina. FIA hefur verið að skoða málið í nótt, en Fernando Alonso samsinnir Button. „Það er veruleg hætta á að skemma bílanna í sjöundu beygjunni og ef bílarnir skemmast, þá er eins gott að pakka saman og fara heim. Það er skrítin lausn sem var fundin á því að varna því að menn skeri beygjuna," sagði Alonso. Settir voru lágvaxnar en harðgerar kúlur á kantanna, en eins og menn muna fékk Lewis Hamilton refsingu á dögunum fyrir að stytta sér leið gegnum krappa beygju á Spa brautinni. En varnaraðgerð skipuleggjenda í Singapúr virðist ekki falla í kramið. Tæknimenn liðanna hafa undirbúið sig í nótt fyrir átökin í Singapúr, en fyrstu æfingar eru kl. 11.00 og 13.25 í dag og eru þær sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. NÝTT: Skipuleggjendur mótsins í Singapúr létu breyta kantsteinum við tíundu beygju brautarinnar fyrir fyrstu æfingu keppnisliða í dag. Sjá brautarlýsingu frá Singapúr
Formúla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira