Bankahólfið: Stærsta lán allra tíma 28. maí 2008 00:01 Davíð Oddsson seðlabankastjóri Fregnum af útspilum stjórnvalda og Seðlabankans til stuðnings íslensku fjármálakerfi hefur verið vel tekið á markaði; fyrst gjaldeyrisskiptasamningum við þrjá norræna seðlabanka og nú síðast lagafrumvarpi fjármálaráðherra um heimild ríkissjóðs til að taka allt að 500 milljarða króna að láni í útlöndum í því skyni að efla gjaldeyrisforðann. Yrði slík heimild fullnýtt væri um stærstu erlendu lántöku Íslandssögunnar að ræða, hvorki meira né minna. Eins og skýrt var frá í þessum dálki í síðustu viku er einnig talið að samkomulag sé í höfn við finnska seðlabankann um álíka gjaldeyrisskiptasamning og gerður var við hina frændur vora, auk þess sem rætt hefur verið við Seðlabanka Evrópu, Englandsbanka og Seðlabanka Bandaríkjanna …Allt í allt þúsund milljarðar?Seðlabanki Íslands. seðlabankinnTelja má líklegt að forða Seðlabankans, með lánalínum, skiptasamningum og beinu reiðufé, megi mæla í allt að eitt þúsund milljörðum þegar útspil stjórnvalda og Seðlabankans verða að fullu komin til framkvæmda. Það er umtalsverð aukning frá forða upp á sjö milljarða, sem Seðlabankinn réð yfir árið 2001.Þúsund milljarðar munu auk þess vera nálægt þeirri upphæð sem forkólfar viðskiptalífsins höfðu tjáð forystumönnum ríkisstjórnarinnar að gæti verið nægilega há fjárhæð til að efla að nýju trúna á íslenska fjármálakerfið og stöðu Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara …Hvar Davíð keypti öliðInnan stjórnkerfisins er almennt talið að ekki megi vanmeta þátt Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, í þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið. Hjólin hafi farið að snúast af alvöru þegar Davíð fór að beita sér persónulega í viðræðum við erlenda kollega sína og munu sambönd hans úr heimi stjórnmálanna og úr forsætisráðuneytinu ekki hafa spillt fyrir í þeim efnum … Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Fregnum af útspilum stjórnvalda og Seðlabankans til stuðnings íslensku fjármálakerfi hefur verið vel tekið á markaði; fyrst gjaldeyrisskiptasamningum við þrjá norræna seðlabanka og nú síðast lagafrumvarpi fjármálaráðherra um heimild ríkissjóðs til að taka allt að 500 milljarða króna að láni í útlöndum í því skyni að efla gjaldeyrisforðann. Yrði slík heimild fullnýtt væri um stærstu erlendu lántöku Íslandssögunnar að ræða, hvorki meira né minna. Eins og skýrt var frá í þessum dálki í síðustu viku er einnig talið að samkomulag sé í höfn við finnska seðlabankann um álíka gjaldeyrisskiptasamning og gerður var við hina frændur vora, auk þess sem rætt hefur verið við Seðlabanka Evrópu, Englandsbanka og Seðlabanka Bandaríkjanna …Allt í allt þúsund milljarðar?Seðlabanki Íslands. seðlabankinnTelja má líklegt að forða Seðlabankans, með lánalínum, skiptasamningum og beinu reiðufé, megi mæla í allt að eitt þúsund milljörðum þegar útspil stjórnvalda og Seðlabankans verða að fullu komin til framkvæmda. Það er umtalsverð aukning frá forða upp á sjö milljarða, sem Seðlabankinn réð yfir árið 2001.Þúsund milljarðar munu auk þess vera nálægt þeirri upphæð sem forkólfar viðskiptalífsins höfðu tjáð forystumönnum ríkisstjórnarinnar að gæti verið nægilega há fjárhæð til að efla að nýju trúna á íslenska fjármálakerfið og stöðu Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara …Hvar Davíð keypti öliðInnan stjórnkerfisins er almennt talið að ekki megi vanmeta þátt Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, í þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið. Hjólin hafi farið að snúast af alvöru þegar Davíð fór að beita sér persónulega í viðræðum við erlenda kollega sína og munu sambönd hans úr heimi stjórnmálanna og úr forsætisráðuneytinu ekki hafa spillt fyrir í þeim efnum …
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira