Krónan styrkist í byrjun dags
![](https://www.visir.is/i/2D6FD8B21FB2B08FC0F9D12B7EEDC535FA671C28659BA2853411EB1E2DC6FAFA_713x0.jpg)
Gengi krónunnar hefur styrkst um 1,6 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 173 stigum. Krónan hefur veikst sex daga í röð með einstaka styrkingu innan dags. Bandaríkjadalur kostar nú 92,8 krónur, ein evra 131,7 krónur, eitt breskt pund 166,7 krónur og ein dönsk króna 17,6 krónur. Gjaldmiðlarnir hafa síðustu daga farið í sögulegar hæðir gagnvart krónu.