Hugleiða að taka Alfesca af markaði Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 19. nóvember 2008 00:01 Ólafur ásamt stjórnendum Alfesca. Stjórnarformaður Alfesca segir stjórnendur velta framtíð félagsins fyrir sér. Afskráning komi til greina. Mynd/GVA „Við höfum sýnt ákveðna biðlund. En framtíð Alfesca er óljós og við munum skoða marga kosti til að bæta hag hluthafa,“ segir Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca. Ólafur er jafnframt stjórnarformaður Samskipa. Hann segir ganginn yfirleitt góðan en krefjandi fyrir þau fyrirtæki sem hann stjórni og snúa að alþjóðlegum mörkuðum. Ágætlega gangi þrátt fyrir þrengingar í Bretlandi en erfiðleikar í Eystrasaltsríkjunum og í Rússlandi hafi komið niður á Samskipum. Gangurinn sé þó góður enda hagi menn seglum eftir vindi. Alfesca sóttist eftir evruskráningu hlutabréfa á síðasta ári. Tafir urðu á skráningunni eins og áður var frá greint þegar Seðlabankinn gerði athugasemd við hana og frestaðist skráningin. Síðustu áætlanir Kauphallarinnar og Verðbréfaskráningar miðuðu við að Seðlabanki Finnlands tæki uppgjörið að sér til framtíðar. Við fall bankanna þriggja breyttust forsendur gagnvart Finnlandsbanka en Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í samtali við Markaðinn fyrir hálfum mánuði að semja verði við annan banka um evruuppgjör og verkferla því tengdu. Ólafur segir hrun bankanna og dýfu krónunnar hafa sömuleiðis snert mjög við hluthafa Alfesca. Mestu skipti um fall krónu, ekki síst gagnvart evru. „Ég held að það hefði bætt stöðu hluthafa verulega ef við hefðum skráð hlutaféð í evrur,“ segir Ólafur. „Við höfum verið mjög þolinmóðir og sýnt ástandinu skilning. Aðstæður í dag eru hins vegar slíkar að við þurfum að endurskoða stöðuna.“ Hann segir hugsanlegt að halda ýmist félaginu á markaði eða afskrá það. Í framhaldinu mætti skoða skráningu í öðru landi, svo sem í Sviss eða Frakklandi. Að minnsta kosti tvö fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöllina hafa íhugað slíkt upp á síðkastið, samkvæmt heimildum Markaðarins. Tvíhliða skráning kæmi ekki til greina. Hann segir erlenda hluthafa hafa horft til evruskráningar lengi. Einn þeirra var sheikh Mohamed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, sem stefndi á að kaupa 12,6 prósent hlutafjár í Alfesca. Al-Thani keypti raunar rétt rúman fimm prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 25,5 milljarða króna hálfum mánuði áður en ríkið tók bankann yfir. Við það gufaði upphæðin upp en viku síðar hætti hann við kaup í Alfesca. Sjálfur sá Ólafur á eftir háum fjárhæðum við fall Kaupþings en hann var næststærsti hluthafi bankans, skráður fyrir tæpum 9,9 prósenta hlut þegar ríkið tók bankann yfir. Markaðsverðmæti hlutarins þá nam 47,8 milljörðum króna á síðasta degi en er nú einskis virði. Þrátt fyrir það tekur hann ekki þátt í að skoða hvort höfðað verði mál á hendur breskum yfirvöldum vegna falls Kaupþings ásamt Existu, sem var stærsti hluthafi bankans. „Við fylgjumst bara með því þar til ákveðið verður hvort farið verði í mál,“ segir hann. Markaðir Viðskipti Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Sjá meira
„Við höfum sýnt ákveðna biðlund. En framtíð Alfesca er óljós og við munum skoða marga kosti til að bæta hag hluthafa,“ segir Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca. Ólafur er jafnframt stjórnarformaður Samskipa. Hann segir ganginn yfirleitt góðan en krefjandi fyrir þau fyrirtæki sem hann stjórni og snúa að alþjóðlegum mörkuðum. Ágætlega gangi þrátt fyrir þrengingar í Bretlandi en erfiðleikar í Eystrasaltsríkjunum og í Rússlandi hafi komið niður á Samskipum. Gangurinn sé þó góður enda hagi menn seglum eftir vindi. Alfesca sóttist eftir evruskráningu hlutabréfa á síðasta ári. Tafir urðu á skráningunni eins og áður var frá greint þegar Seðlabankinn gerði athugasemd við hana og frestaðist skráningin. Síðustu áætlanir Kauphallarinnar og Verðbréfaskráningar miðuðu við að Seðlabanki Finnlands tæki uppgjörið að sér til framtíðar. Við fall bankanna þriggja breyttust forsendur gagnvart Finnlandsbanka en Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í samtali við Markaðinn fyrir hálfum mánuði að semja verði við annan banka um evruuppgjör og verkferla því tengdu. Ólafur segir hrun bankanna og dýfu krónunnar hafa sömuleiðis snert mjög við hluthafa Alfesca. Mestu skipti um fall krónu, ekki síst gagnvart evru. „Ég held að það hefði bætt stöðu hluthafa verulega ef við hefðum skráð hlutaféð í evrur,“ segir Ólafur. „Við höfum verið mjög þolinmóðir og sýnt ástandinu skilning. Aðstæður í dag eru hins vegar slíkar að við þurfum að endurskoða stöðuna.“ Hann segir hugsanlegt að halda ýmist félaginu á markaði eða afskrá það. Í framhaldinu mætti skoða skráningu í öðru landi, svo sem í Sviss eða Frakklandi. Að minnsta kosti tvö fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöllina hafa íhugað slíkt upp á síðkastið, samkvæmt heimildum Markaðarins. Tvíhliða skráning kæmi ekki til greina. Hann segir erlenda hluthafa hafa horft til evruskráningar lengi. Einn þeirra var sheikh Mohamed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, sem stefndi á að kaupa 12,6 prósent hlutafjár í Alfesca. Al-Thani keypti raunar rétt rúman fimm prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 25,5 milljarða króna hálfum mánuði áður en ríkið tók bankann yfir. Við það gufaði upphæðin upp en viku síðar hætti hann við kaup í Alfesca. Sjálfur sá Ólafur á eftir háum fjárhæðum við fall Kaupþings en hann var næststærsti hluthafi bankans, skráður fyrir tæpum 9,9 prósenta hlut þegar ríkið tók bankann yfir. Markaðsverðmæti hlutarins þá nam 47,8 milljörðum króna á síðasta degi en er nú einskis virði. Þrátt fyrir það tekur hann ekki þátt í að skoða hvort höfðað verði mál á hendur breskum yfirvöldum vegna falls Kaupþings ásamt Existu, sem var stærsti hluthafi bankans. „Við fylgjumst bara með því þar til ákveðið verður hvort farið verði í mál,“ segir hann.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Sjá meira