Carlos Sastre frá Spáni er enn í forystu í Frakklandshjólreiðunum. Átjánda dagleiðin fór fram í dag en nú eru aðeins þrír dagar í endamarkið í París og er Sastre í vænlegri stöðu.
Þjóðverjinn Marcus Burghardt kom fyrstur í mark í dag en Carlos Barredo frá Spáni varð annar.
Sastre hefur 1,24 mínútna forskot á Frank Schleck frá Lúxemborg sem er í öðru sæti í heildartöflunni.