Enginn kannst við leynifélagið Stím 23. nóvember 2008 19:15 Enginn kannast við hver sé á bak við leynifélagið Stím. Félagið fékk milljarðatugi að láni hjá Glitni. Hluthafar voru hafðir að fíflum, segir formaður fjárfesta. Í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag er því haldið fram að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar í nokkrum tilvikum í fyrrahaust. Agnes kallar þetta laumuspil Glitnis með FL Group til að hækka virði bréfa félagsins. Glitnir seldi, huldufélagið FS37 ehf, sem síðar varð Stím, keypti. Fréttastofa Stöðvar tvö hefur um margra mánaða skeið leitað svara við því hver stendur á bak við þetta huldufélag. Skráður eigandi er Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður frá Bolungarvík og er hann jafnframt eini stjórnarmaður félagsins. Við freistuðum þess að ná tali af honum í dag. Þorleifur Stefán Björnsson, fyrrum prókúruhafi Stíms, Þorsteinn M. Jónsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrum stjórnarformenn Glitnis viljal heldur ekki segja hver á Stím. Agnes fullyrðir í fréttaskýringu sinni að eigendur Stím séu Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason. Þeir hafi ákveðið á fundi á síðasta ári að stofna leynifélag sem myndi kaupa þau fáu bréf í FL Group sem voru á markaði. Var þetta gert til að halda uppi gengi bréfa félagsins sem hafði ekki gert neitt annað en hríðfalla. Glitnir lánaði svo félaginu tæpa 20 milljarða en um 8 milljarðar fóru í kaup á bréfum FL Group og um 12 í Glitni sjálfum. Engar ábyrgðir voru lagðar fram, ekkert áhættumat og í lánabókum bankans kemur ekki fram hver er ábyrgur fyrir lánveitingunni. Í yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri segir hann það tóma þvælu að hann hafi stofnað til Stíms ehf. Vilhjálmur Bjarnson, segir að hluthafar eigi heimtingu á að fá nánari útskýringar á leynifélaginu. ,,Þetta er huldufélag sem að menn að sverja af sér en þetta eru upplýsingasr sem skipta máli í þessu samhengi," segir Vilhjálmur. Hluthafar eigi heimtingu á að komast að hinu sanna í málinu. Lárus Welding hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að Fjármálaeftirlitið hafi gert úttekt á málum varðandi Stím í nóvember á síðasta ári og hafi bankinn afhent FME allar upplýsingar um lánveitingar til félagsins. Vilhjálmur Bjarnason undrast minnisleysi Lárusar í viðtali fyrir nokkrum vikum. ,,Þetta er dálítíð skrýtið því fyrir tveimur mánuðum kannaðist hann ekki við þetta félag," segir Vilhjálmur. Minni hans hafi greinilega lagast síðan. Agnes fullyrðir að FL Group hafi skuldað Glitni tæpa 27 milljarða króna, og síðast fengið 15,9 milljarða lán 27. desember í fyrra. Agnes telur það lán vafasamt, því FL hafi þá verið komið í greiðsluþrot. Jón Ásgeir segir að dylgur um að FL group hafi blóðmjólkað Glitni ekki á rökum reistar. Heildarútlán Glitnis til viðskiptamanna um síðustu áramót voru 1975 milljarðar og hafi lán til Fl Group verið um 1,35% af þeirri upphæð. Lánin hafi verið veitt gegn tryggu veði í Geysi Green Energy, Refresco, Landic property og fleiri fasteignafélögum. Jón Ásgeir segir sjálfsagt að fjalla með gagnrýnum hætti um viðskiptalífið en sú gagnrýni verði að vera byggð á staðreyndum og rökum en ekki síendurteknum ósannindum, dylgjum og slúðri. Fréttastofa reynd í dag að ná tali af Jóni Ásgeiri og Hannesi Smárasyni án árangurs. Stím málið Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Enginn kannast við hver sé á bak við leynifélagið Stím. Félagið fékk milljarðatugi að láni hjá Glitni. Hluthafar voru hafðir að fíflum, segir formaður fjárfesta. Í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag er því haldið fram að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar í nokkrum tilvikum í fyrrahaust. Agnes kallar þetta laumuspil Glitnis með FL Group til að hækka virði bréfa félagsins. Glitnir seldi, huldufélagið FS37 ehf, sem síðar varð Stím, keypti. Fréttastofa Stöðvar tvö hefur um margra mánaða skeið leitað svara við því hver stendur á bak við þetta huldufélag. Skráður eigandi er Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður frá Bolungarvík og er hann jafnframt eini stjórnarmaður félagsins. Við freistuðum þess að ná tali af honum í dag. Þorleifur Stefán Björnsson, fyrrum prókúruhafi Stíms, Þorsteinn M. Jónsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrum stjórnarformenn Glitnis viljal heldur ekki segja hver á Stím. Agnes fullyrðir í fréttaskýringu sinni að eigendur Stím séu Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason. Þeir hafi ákveðið á fundi á síðasta ári að stofna leynifélag sem myndi kaupa þau fáu bréf í FL Group sem voru á markaði. Var þetta gert til að halda uppi gengi bréfa félagsins sem hafði ekki gert neitt annað en hríðfalla. Glitnir lánaði svo félaginu tæpa 20 milljarða en um 8 milljarðar fóru í kaup á bréfum FL Group og um 12 í Glitni sjálfum. Engar ábyrgðir voru lagðar fram, ekkert áhættumat og í lánabókum bankans kemur ekki fram hver er ábyrgur fyrir lánveitingunni. Í yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri segir hann það tóma þvælu að hann hafi stofnað til Stíms ehf. Vilhjálmur Bjarnson, segir að hluthafar eigi heimtingu á að fá nánari útskýringar á leynifélaginu. ,,Þetta er huldufélag sem að menn að sverja af sér en þetta eru upplýsingasr sem skipta máli í þessu samhengi," segir Vilhjálmur. Hluthafar eigi heimtingu á að komast að hinu sanna í málinu. Lárus Welding hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að Fjármálaeftirlitið hafi gert úttekt á málum varðandi Stím í nóvember á síðasta ári og hafi bankinn afhent FME allar upplýsingar um lánveitingar til félagsins. Vilhjálmur Bjarnason undrast minnisleysi Lárusar í viðtali fyrir nokkrum vikum. ,,Þetta er dálítíð skrýtið því fyrir tveimur mánuðum kannaðist hann ekki við þetta félag," segir Vilhjálmur. Minni hans hafi greinilega lagast síðan. Agnes fullyrðir að FL Group hafi skuldað Glitni tæpa 27 milljarða króna, og síðast fengið 15,9 milljarða lán 27. desember í fyrra. Agnes telur það lán vafasamt, því FL hafi þá verið komið í greiðsluþrot. Jón Ásgeir segir að dylgur um að FL group hafi blóðmjólkað Glitni ekki á rökum reistar. Heildarútlán Glitnis til viðskiptamanna um síðustu áramót voru 1975 milljarðar og hafi lán til Fl Group verið um 1,35% af þeirri upphæð. Lánin hafi verið veitt gegn tryggu veði í Geysi Green Energy, Refresco, Landic property og fleiri fasteignafélögum. Jón Ásgeir segir sjálfsagt að fjalla með gagnrýnum hætti um viðskiptalífið en sú gagnrýni verði að vera byggð á staðreyndum og rökum en ekki síendurteknum ósannindum, dylgjum og slúðri. Fréttastofa reynd í dag að ná tali af Jóni Ásgeiri og Hannesi Smárasyni án árangurs.
Stím málið Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira