Manny Ramirez, leikmaður bandaríska hafnaboltaliðsins LA Dodgers, hefur verið dæmdur í 50 leikja bann fyrir lyfjamisnotkun.
Notkun ólöglegra lyfja hefur verið risavaxið vandamál í bandarískum hafnabolta. Fjölmargir þekktir hafnaboltakappar hafa verið sakaðir um lyfjamisnotkun en Ramirez er einn þeirra þekktustu sem hefur fallið á lyfjaprófi.
Ramirez er 36 ára gamall og verður af 7,7 milljónum dala í laun vegna þessa.
„Læknir gaf mér lyf en ekki stera," sagði Ramirez. „Hann hélt að lyfið væri löglegt en því miður var það bannað. En mistökin eru á mína ábyrgð og hefur mér verið ráðlagt að segja ekki meira um málið."
„En eitt vil ég þó segja. Á undanförnum fimm árum hef ég staðist fimmtán lyfjapróf."
Sport