Nadal í úrslit eftir maraþonviðureign Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2009 14:09 Rafael Nadal fagnar stigi í viðureigninni í dag. Nordic Photos / AFP Spánverjarnir Rafael Nadal og Fernando Verdasco mættust í einni eftirminnilegustu viðureign í undaúrslitum í stórmóti á opna ástralska meistaramótinu í tennis í dag. Skemmst er frá því að segja að Nadal bar sigur úr býtum eftir sannkallaða maraþonviðureign sem stóð yfir í fimm klukkustundir og fjórtán mínútur. Þessi viðureign var allt í senn æsispennandi og stórskemmtileg en á endanum var það Nadal sem vann en hann er í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins. Nadal vann 6-7, 6-4, 7-6, 6-7 og 6-4. Fernando Verdasco vakti fyrst athygli á mótinu er hann lagði Bretann Andy Murray í 16-manna úrslitum og hann fylgdi því eftir með sigri á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga í fjórðungsúrslitunum. Tsonga komst í úrslit mótsins í fyrra. Fyrir viðureignina í dag hafði Nadal ekki tapað setti í öllu mótinu en Verdasco gerði sér lítið og vann fyrstu viðureignina í oddalotu, 7-6 (7-4). Nadal svaraði með því að vinna uppgjöf af Verdasco í stöðunni 5-4 í öðru setti og þar með 6-4. Þriðja sett var æsispennandi þar sem báðir aðilar unnu uppgjafalotur hvor af öðrum en hana þurfti einnig að útkljá í oddasetti. Þar vann Nadal með sjö stigum gegn tveimur. Fjórða settið var í járnum þar til í oddasettinu er Verdasco vann fyrstu sex stigin í oddasettinu og samtals 7-1. Þegar fimmta settið hófst var vel liðið á fimmta klukkutíma viðureignarinnar en báðir keppendur gáfu ekkert eftir. En líkt og í öðru setti náði Nadal að vinna uppgjafarlotu af Verdasco í stöðunni 5-4 og vann þar með ótrúlegan sigur. Verdasco gat þó á endanum sjálfum sér um kennt þar sem hann mistókst í tvígang að gefa löglega uppgjöf en það reyndist úrslitastig viðureignarinnar. Verdasco var síst lakari aðilinn í viðureigninni en gerði einfaldlega of mikið af óþvinguðum mistökum sem dugar ekki gegn besta tenniskappa heims. Nadal mætir á sunnudaginn Roger Federer frá Sviss í úrslitaviðureigninni. Erlendar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Spánverjarnir Rafael Nadal og Fernando Verdasco mættust í einni eftirminnilegustu viðureign í undaúrslitum í stórmóti á opna ástralska meistaramótinu í tennis í dag. Skemmst er frá því að segja að Nadal bar sigur úr býtum eftir sannkallaða maraþonviðureign sem stóð yfir í fimm klukkustundir og fjórtán mínútur. Þessi viðureign var allt í senn æsispennandi og stórskemmtileg en á endanum var það Nadal sem vann en hann er í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins. Nadal vann 6-7, 6-4, 7-6, 6-7 og 6-4. Fernando Verdasco vakti fyrst athygli á mótinu er hann lagði Bretann Andy Murray í 16-manna úrslitum og hann fylgdi því eftir með sigri á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga í fjórðungsúrslitunum. Tsonga komst í úrslit mótsins í fyrra. Fyrir viðureignina í dag hafði Nadal ekki tapað setti í öllu mótinu en Verdasco gerði sér lítið og vann fyrstu viðureignina í oddalotu, 7-6 (7-4). Nadal svaraði með því að vinna uppgjöf af Verdasco í stöðunni 5-4 í öðru setti og þar með 6-4. Þriðja sett var æsispennandi þar sem báðir aðilar unnu uppgjafalotur hvor af öðrum en hana þurfti einnig að útkljá í oddasetti. Þar vann Nadal með sjö stigum gegn tveimur. Fjórða settið var í járnum þar til í oddasettinu er Verdasco vann fyrstu sex stigin í oddasettinu og samtals 7-1. Þegar fimmta settið hófst var vel liðið á fimmta klukkutíma viðureignarinnar en báðir keppendur gáfu ekkert eftir. En líkt og í öðru setti náði Nadal að vinna uppgjafarlotu af Verdasco í stöðunni 5-4 og vann þar með ótrúlegan sigur. Verdasco gat þó á endanum sjálfum sér um kennt þar sem hann mistókst í tvígang að gefa löglega uppgjöf en það reyndist úrslitastig viðureignarinnar. Verdasco var síst lakari aðilinn í viðureigninni en gerði einfaldlega of mikið af óþvinguðum mistökum sem dugar ekki gegn besta tenniskappa heims. Nadal mætir á sunnudaginn Roger Federer frá Sviss í úrslitaviðureigninni.
Erlendar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira