Fjórðungur þekkir til tryggingasvika Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. febrúar 2009 07:00 Tryggingastofnun. Mynd/Pjetur 24,7 prósent aðspurðra í nýrri könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) þekkja einhvern sem svikið hefur bætur út úr tryggingafélagi. Spurt var: „Þekkir þú einhvern sem, með því að hagræða sannleikanum, hefur fengið greiddar bætur frá tryggingafélagi sem hann átti ekki rétt á eða hærri bætur en hann átti rétt á?" Kannað var viðhorf fólks til vátryggingasvika á tímabilinu 29. janúar síðastliðinn til 4. febrúar. Um er að ræða netkönnun í viðhorfahópi Gallup, en úrtakið er 1.500 manns á landinu öllu á aldrinum 16 til 75 ára. Svarhlutfall var 57,4 prósent. Um er að ræða fyrstu könnun sinnar tegundar hér á landi að sögn Helgu Jónsdóttur, lögfræðings hjá SFF. Erlendar rannsóknir sýni hins vegar að á bilinu 5 til 15 prósent útgreiddra tjónabóta megi rekja til vátryggingasvika. Þá sýni nýjar erlendar rannsóknir vísbendingar um að tryggingasvik hafi færst í vöxt með versnandi efnahagsástandi í heiminum og að viðhorf hafi breyst í þá veru að fólk sé jákvæðara í garð slíkrar háttsemi. SFF hafi því rætt við aðildarfélög sín og í framhaldinu hafi verið ákveðið að leita til Capacent um að kanna stöðu mála hér. „Svo ætlum við í framhaldinu að skoða hvað hægt er að gera til að bregðast við," segir Helga. Hvað niðurstöður þessarar fyrstu könnunar varðar segir Helga sláandi að nærri fjórðungur aðspurðra þekki einhvern sem fengið hefur bætur sem viðkomandi átti ekki rétt á. „Sömuleiðis er nokkuð hátt hlutfall þátttakenda, eða yfir 15 prósent, sem annaðhvort er sammála því eða hefur ekki á því skoðun hvort í lagi sé að hagræða sannleikanum til að frá greiddar bætur. 8,3 prósent telja í lagi að hagræða sannleiknum sér í hag og væntanlega hækkar það hlutfall þegar þeir standa frammi fyrir þeirri spurningu. En svo er auðvitað á það að líta að 84 prósent eru á móti því að hagræða sannleikanum með þessum hætti." Helga segir jafnframt áhyggjuefni að sjá hvað yngra fólk í könnuninni (16 til 35 ára) er jákvæðara gagnvart svikum en þeir sem eldri eru. „En yfirgnæfandi meirihluti, eða 87,7 prósent, telur vátryggingasvik vera alvarlegt afbrot," segir hún og kveður mikilvægt að árétta að að kostnaður vegna vátryggingasvika lendi á endanum alltaf á almennum viðskiptavinum vátryggingafélaganna. „Rétt er að halda því á lofti að langstærsti hluti vátryggingataka er heiðarlegt fólk sem á endanum þarf að standa straum af svikum sem þessum með iðgjaldagreiðslum sínum." Ljóst er að um töluverðar upphæðir er að ræða, reynist vátryggingasvik hér sambærileg við það sem erlendar rannsóknir benda til. Í nýrri könnun breska tryggingarisans RSA kemur fram að vátryggingasvik kosti breska viðskiptavini sem nemur 1,6 milljörðum punda á ári, eða yfir 260 milljarða króna. Gróft reiknað sé kostnaðurinn vel yfir milljarð á ári sé sú tala yfirfærð á Ísland miðað við höfðatölu. Ef hins vegar er reiknað með að 5 til 15 prósent greiddra bóta séu svikin þá fæst heldur hærri tala. Tölur fyrir 2008 liggja ekki fyrir en árið áður námu greiðslur vegna tjóna og líftrygginga tæpum 26 milljörðum króna. Miðað við það gæti upphæð svikinna bóta numið 1,3 til 3,9 milljarða króna á ári. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
24,7 prósent aðspurðra í nýrri könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) þekkja einhvern sem svikið hefur bætur út úr tryggingafélagi. Spurt var: „Þekkir þú einhvern sem, með því að hagræða sannleikanum, hefur fengið greiddar bætur frá tryggingafélagi sem hann átti ekki rétt á eða hærri bætur en hann átti rétt á?" Kannað var viðhorf fólks til vátryggingasvika á tímabilinu 29. janúar síðastliðinn til 4. febrúar. Um er að ræða netkönnun í viðhorfahópi Gallup, en úrtakið er 1.500 manns á landinu öllu á aldrinum 16 til 75 ára. Svarhlutfall var 57,4 prósent. Um er að ræða fyrstu könnun sinnar tegundar hér á landi að sögn Helgu Jónsdóttur, lögfræðings hjá SFF. Erlendar rannsóknir sýni hins vegar að á bilinu 5 til 15 prósent útgreiddra tjónabóta megi rekja til vátryggingasvika. Þá sýni nýjar erlendar rannsóknir vísbendingar um að tryggingasvik hafi færst í vöxt með versnandi efnahagsástandi í heiminum og að viðhorf hafi breyst í þá veru að fólk sé jákvæðara í garð slíkrar háttsemi. SFF hafi því rætt við aðildarfélög sín og í framhaldinu hafi verið ákveðið að leita til Capacent um að kanna stöðu mála hér. „Svo ætlum við í framhaldinu að skoða hvað hægt er að gera til að bregðast við," segir Helga. Hvað niðurstöður þessarar fyrstu könnunar varðar segir Helga sláandi að nærri fjórðungur aðspurðra þekki einhvern sem fengið hefur bætur sem viðkomandi átti ekki rétt á. „Sömuleiðis er nokkuð hátt hlutfall þátttakenda, eða yfir 15 prósent, sem annaðhvort er sammála því eða hefur ekki á því skoðun hvort í lagi sé að hagræða sannleikanum til að frá greiddar bætur. 8,3 prósent telja í lagi að hagræða sannleiknum sér í hag og væntanlega hækkar það hlutfall þegar þeir standa frammi fyrir þeirri spurningu. En svo er auðvitað á það að líta að 84 prósent eru á móti því að hagræða sannleikanum með þessum hætti." Helga segir jafnframt áhyggjuefni að sjá hvað yngra fólk í könnuninni (16 til 35 ára) er jákvæðara gagnvart svikum en þeir sem eldri eru. „En yfirgnæfandi meirihluti, eða 87,7 prósent, telur vátryggingasvik vera alvarlegt afbrot," segir hún og kveður mikilvægt að árétta að að kostnaður vegna vátryggingasvika lendi á endanum alltaf á almennum viðskiptavinum vátryggingafélaganna. „Rétt er að halda því á lofti að langstærsti hluti vátryggingataka er heiðarlegt fólk sem á endanum þarf að standa straum af svikum sem þessum með iðgjaldagreiðslum sínum." Ljóst er að um töluverðar upphæðir er að ræða, reynist vátryggingasvik hér sambærileg við það sem erlendar rannsóknir benda til. Í nýrri könnun breska tryggingarisans RSA kemur fram að vátryggingasvik kosti breska viðskiptavini sem nemur 1,6 milljörðum punda á ári, eða yfir 260 milljarða króna. Gróft reiknað sé kostnaðurinn vel yfir milljarð á ári sé sú tala yfirfærð á Ísland miðað við höfðatölu. Ef hins vegar er reiknað með að 5 til 15 prósent greiddra bóta séu svikin þá fæst heldur hærri tala. Tölur fyrir 2008 liggja ekki fyrir en árið áður námu greiðslur vegna tjóna og líftrygginga tæpum 26 milljörðum króna. Miðað við það gæti upphæð svikinna bóta numið 1,3 til 3,9 milljarða króna á ári.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira