Handbolti

Guðmundur hættir við framboð til IHF

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Ágúst Ingvarsson, til vinstri.
Guðmundur Ágúst Ingvarsson, til vinstri. Mynd/Hari

Guðmundur Ágúst Ingvarsson, fyrrverandi formaður HSÍ, hefur ákveðið að draga framboð sitt til forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, IFH, til baka.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendir frá sér nú í kvöld. Ástæðuna segir hann vera fyrst og fremst af persónulegum toga.

Kosið verður í embætti IHF á þingi sambandsins í upphafi næsta mánaðar.

Gunnar K. Gunnarsson gefur kost á sér í embætti gjaldkera og Jóhann Ingi Gunnarsson til embættis formanns fræðslu- og þjálfaranefndar IHF.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×