Kreppuráð japanskra kvenna eru giftingar 18. mars 2009 13:09 Þegar Yumiko Iwate starfsmaður póstverslunar í Tókýó varð fyrir launalækkun á síðasta ári voru hún og vinkonur hennar sammála að eina leiðin út úr vandanum væri að finna eiginmann. „Ég vil gifta mig fljótlega, vonandi fyrir árslok," segir hin 36 ára gamla Iwate í samtali við Bloomberg-fréttaveituna sem fjallar um þetta alkunna kreppuráð japanskra kvenna, giftingu. „Kreppan gerði mér ljóst að ég mun ekki þéna eins mikið og ég átti von á og það væri meiri stöðugleiki í lífi mínu að vera á heimili með tvöfaldar launatekjur." Hjónaböndum í Japan fjölgaði töluvert á síðasta ári og höfðu þau ekki verið meiri í fimm ár. Alls gengu 731.000 pör í hnapphelduna í fyrra. Á sama tíma stóðu laun í stað og atvinnuleysi var það mesta í landinu undanfarin sex ár. Eftir að Japan tók upp ný jafnréttislög fyrir 23 árum dró mikið úr hjónaböndum í landinu eða að meðaltali um 5% á hverju ári næsta áratuginn. Konur létu frama sinn á vinnumarkaðinum hafa forgang fram yfir hjónabönd og barneignir. En þrátt fyrir jafnréttið þéna japanskar konur að meðaltali um 43% minna en karlmenn og því hafa þær meiri þörf til að leita sér að maka þegar kreppir að. Kreppur hafa áður haft það í för með sér að giftingum hefur fjölgað í Japan. Bloomberg nefnir þar tvö dæmi. Annarsvegar í upphafi níunda áratugarins þegar fasteignabólan í Japan sprakk og hinsvegar í upphafi þessarar aldar þegar netbólan sprakk. Þessi aukni áhugi japanskra kvenna á giftingum hefur leitt til þess að sérstakir „giftingarbarir" eins og t.d. Green í Tókýó blómstra sem aldrei fyrr. Á Green borga menn sem svarar 13.000 kr. í hverri heimsókn sinni á barinn svo að þjónarnir þar kynni þá fyrir konum í giftingarhugleiðingum. Konurnar aftur á móti fá frítt inn. Og viðskiptin hjá O-Net, stærstu stefnumótamiðlun Japans, eru einnig í mikilli uppsveiflu. Aðildarumsóknum hefur fjölgað um 10% á síðasta ári m.v. árið á undan. Japanskar konur ganga einbeittar til verks þegar þær leita sér eiginmanns. Þannig nefnir Bloomberg sem dæmi hina 25 ára gömlu Natsuko Ono. Hún hefur eytt 370.000 jenum eða um 400.000 kr. í leitina. Fjárhæðin hefur að mestu farið í myndatökur hjá atvinnumanni og skráningu hjá hjónabandsmiðlunum. „Þetta hljómar eins og mikið fé en þegar hafi er í huga að þetta er leið til að finna eiginmann finnst mér þetta sanngjörn fjárfesting," segir Ono um leið og hún kannar mannavalið á barnum á Green. Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Þegar Yumiko Iwate starfsmaður póstverslunar í Tókýó varð fyrir launalækkun á síðasta ári voru hún og vinkonur hennar sammála að eina leiðin út úr vandanum væri að finna eiginmann. „Ég vil gifta mig fljótlega, vonandi fyrir árslok," segir hin 36 ára gamla Iwate í samtali við Bloomberg-fréttaveituna sem fjallar um þetta alkunna kreppuráð japanskra kvenna, giftingu. „Kreppan gerði mér ljóst að ég mun ekki þéna eins mikið og ég átti von á og það væri meiri stöðugleiki í lífi mínu að vera á heimili með tvöfaldar launatekjur." Hjónaböndum í Japan fjölgaði töluvert á síðasta ári og höfðu þau ekki verið meiri í fimm ár. Alls gengu 731.000 pör í hnapphelduna í fyrra. Á sama tíma stóðu laun í stað og atvinnuleysi var það mesta í landinu undanfarin sex ár. Eftir að Japan tók upp ný jafnréttislög fyrir 23 árum dró mikið úr hjónaböndum í landinu eða að meðaltali um 5% á hverju ári næsta áratuginn. Konur létu frama sinn á vinnumarkaðinum hafa forgang fram yfir hjónabönd og barneignir. En þrátt fyrir jafnréttið þéna japanskar konur að meðaltali um 43% minna en karlmenn og því hafa þær meiri þörf til að leita sér að maka þegar kreppir að. Kreppur hafa áður haft það í för með sér að giftingum hefur fjölgað í Japan. Bloomberg nefnir þar tvö dæmi. Annarsvegar í upphafi níunda áratugarins þegar fasteignabólan í Japan sprakk og hinsvegar í upphafi þessarar aldar þegar netbólan sprakk. Þessi aukni áhugi japanskra kvenna á giftingum hefur leitt til þess að sérstakir „giftingarbarir" eins og t.d. Green í Tókýó blómstra sem aldrei fyrr. Á Green borga menn sem svarar 13.000 kr. í hverri heimsókn sinni á barinn svo að þjónarnir þar kynni þá fyrir konum í giftingarhugleiðingum. Konurnar aftur á móti fá frítt inn. Og viðskiptin hjá O-Net, stærstu stefnumótamiðlun Japans, eru einnig í mikilli uppsveiflu. Aðildarumsóknum hefur fjölgað um 10% á síðasta ári m.v. árið á undan. Japanskar konur ganga einbeittar til verks þegar þær leita sér eiginmanns. Þannig nefnir Bloomberg sem dæmi hina 25 ára gömlu Natsuko Ono. Hún hefur eytt 370.000 jenum eða um 400.000 kr. í leitina. Fjárhæðin hefur að mestu farið í myndatökur hjá atvinnumanni og skráningu hjá hjónabandsmiðlunum. „Þetta hljómar eins og mikið fé en þegar hafi er í huga að þetta er leið til að finna eiginmann finnst mér þetta sanngjörn fjárfesting," segir Ono um leið og hún kannar mannavalið á barnum á Green.
Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf